Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægt að sleppa hlýra
Fréttir 1. júní 2022

Mikilvægt að sleppa hlýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiði á hlýra er komin yfir leyfi­legan heildarafla á fiskveiði árinu og hefur Fiskistofa bent sjómönnum á að mikilvægt sé að sleppa líflegum hlýra sem fæst við veiðar.

Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn en nú þegar hefur verið landað rúmlega 500 tonnum. Fiskistofa vill því koma á framfæri mikilvægi þess að lífvænlegum hlýra verði sleppt eins og heimilt er samkvæmt 3. grein reglugerðar númer 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Enn fremur er bent á að sé þessi heimild nýtt skuli skrá í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var samanber 2. málsgrein 2. grein sömu reglugerðar.

Hlýri, Anarhichas minor er skyldur steinbít en töluvert stærri og er við kynþroska 70 til 90 sentímetrar að lengt og fjögur til átta kíló að þyngd, en hann getur orðið allt að 180 sentímetrar að lengd og vegir allt að 26 kíló. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr.

Tegundin finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5° Celsíus og á 25 og 800 metra dýpi. Kjörlendi hlýra er grófur sandur nálægt klettasvæði þar sem má finna skjól og staðir sem henta til hrygningar. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta hrognin verið hátt í 55 þúsund.

Hlýri er tegund sem á undir högg að sækja, stofninn er lítill og var hlýrinn af þeim sökum settur í aflamark, til að koma í veg fyrir ofveiði á honum. Því er afar mikilvægt að útgerðir nýti heimild til sleppingar lífvænlegs hlýra og skrái sleppingar í afladagbók.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...