Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Fréttir 6. september 2022

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir hefjast í haust við byggingu á nýju 30 rúma hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði og á þeim að vera lokið árið 2024.

Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, en þar eru nú 27 hjúkrunarrými, flest í tvíbýli. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 fm að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 fm að stærð. Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Víkurbraut. Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingum sem gerðar verða á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina. Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en Sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%.

Glaður bæjarstjóri

„Við erum í skýjunum. Að sjá til lands í svona mikilvægu baráttumáli er mikið gleðiefni en líka mikill léttir. Okkur svíður að vita til þess að gamla fólkið okkar skuli búa við aðstæður, sem eru engan vegin ásættanlegar og að hægvirkni og flækjustig stjórnsýslunnar skuli koma niður á þeim. En nú gleðjumst við og vonumst til að geta tekið fyrstu skóflustunguna fljótlega,“ segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri í Hornafirði.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...