Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Mynd / ál
Fréttir 20. mars 2024

Óflokkanlegar umbúðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bréfpakkningarnar á smjöri þurfa að fara í almennt sorp þar sem þær eru úr samsettu efni sem er ekki hæft til endurvinnslu.

Silfurlitaða bréfið á 500 og 250 g smjöri er laminerað úr áli plasti og pappa, og á það sama við um græna bréfið utan um ósaltað 250 g smjör. 400 g bakkarnir eru úr plasti og pappír sem neytandinn getur sjálfur skilið í sundur fyrir flokkun.

Í svari við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Mjólkursamsalan (MS) horfi til þróunar í einþátta og endurvinnanlegum umbúðum, en þar sé þróunin ekki eins hröð og vonir stóðu til. Þá þurfi að huga að ýmsu varðandi slíkar breytingar, eins og hvort breyttar umbúðir gangi í þann tækjabúnað sem MS hafi yfir að ráða og hvort þær tryggi geymsluþol vörunnar. 

Fulltrúi MS bendir á að mjólkursamlagið Arla noti að mestu lamineraðar umbúðir fyrir smjör sem framleitt er undir danska vörumerkinu Lurpak. Þar á bæ hafi verið kynntar til sögunnar svokallaðar Butterbox umbúðir úr stífum endurvinnanlegum pappa, þó þær hafi ekki orðið ráðandi í sölu. Þá hefur MS átt í samskiptum við Wipak, sem er breskur framleiðandi sem kynnti nýlega til sögunnar endurvinnanlegt bréf til að pakka inn smjöri.

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...