Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Mynd / ál
Fréttir 20. mars 2024

Óflokkanlegar umbúðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bréfpakkningarnar á smjöri þurfa að fara í almennt sorp þar sem þær eru úr samsettu efni sem er ekki hæft til endurvinnslu.

Silfurlitaða bréfið á 500 og 250 g smjöri er laminerað úr áli plasti og pappa, og á það sama við um græna bréfið utan um ósaltað 250 g smjör. 400 g bakkarnir eru úr plasti og pappír sem neytandinn getur sjálfur skilið í sundur fyrir flokkun.

Í svari við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Mjólkursamsalan (MS) horfi til þróunar í einþátta og endurvinnanlegum umbúðum, en þar sé þróunin ekki eins hröð og vonir stóðu til. Þá þurfi að huga að ýmsu varðandi slíkar breytingar, eins og hvort breyttar umbúðir gangi í þann tækjabúnað sem MS hafi yfir að ráða og hvort þær tryggi geymsluþol vörunnar. 

Fulltrúi MS bendir á að mjólkursamlagið Arla noti að mestu lamineraðar umbúðir fyrir smjör sem framleitt er undir danska vörumerkinu Lurpak. Þar á bæ hafi verið kynntar til sögunnar svokallaðar Butterbox umbúðir úr stífum endurvinnanlegum pappa, þó þær hafi ekki orðið ráðandi í sölu. Þá hefur MS átt í samskiptum við Wipak, sem er breskur framleiðandi sem kynnti nýlega til sögunnar endurvinnanlegt bréf til að pakka inn smjöri.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...