Samþjöppun veiðiheimilda
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, vakti athygli á áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda í krókaaflamarkinu á aðalfundi LS sem haldinn var fyrir skömmu.
Að sögn Arnar er ekkert lát á samþjöppuninni og er nú svo komið að 50 stærstu bátar í krókaaflamarkinu eru með 91% heildarúthlutunar þorskígilda í kerfinu og hefur hlutdeild þeirra hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum.
Jafnframt kom fram að 202 bátar hefðu fengið úthlutað meiru en 10 þorskígildum, þannig að 152 bátar skipta með sér 9% hennar.
Fjölmargir eigendur krókaaflamarksbáta hefðu kosið að bæta við sig veiðiheimildum, en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Nánast útilokað að keppa við stórar útgerðir sem jafnframt hafa vinnslu á bakvið sig.
Grunnur ehf. er með mestu krókaaflamarkshlutdeildina 4,66% en hámarkið er 5%. Tíu stærstu eru með 38,6% af heildinni.