Selma Björnsdóttir í kántrífíling í Hlöðunni
Brakandi ferskur Sveitahljómur er kominn í loftið og að þessu sinni kom góður gestur í hlaðvarpsstúdíóið, engin önnur en Selma Björnsdóttir sem er mikill aðdáandi kántrítónlistar. Það á vel við nú í maí þegar styttist í árlega Júróvisjón-veislu landans. Hún fer yfir feril sinn sem kántrísöngkona en árið 2010 gaf hún út diskinn Alla leið til Texas og vinnur nú að nýjum kántrísmellum. Selma segist lengi vel hafa verið inni í kántrískápnum og deilir með hlustendum aðdáun sinni frá unga aldri á Dolly Parton. Þar að auki fjalla Drífa og Erla um dúetta í kántrítónlistinni en þar er svo sannarlega af nógu að taka! Stútfullur þáttur af góðu spjalli og kántrítónlist í hæsta gæðaflokki.
Hlusta má á þáttinn hér