Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð
Skoðun 13. júní 2019

Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð

Samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu.  Hefðbundinn landbúnaður hefur hingað til haldið þessum byggðarlögum í ábúð en hann á undir högg að sækja. Krafan um hagræðingu og ódýrari matvæli gerir það að verkum að bú hafa verið að stækka og þeim að fækka.
 
Þar sem ekki er um þéttbýli að ræða kvarnast úr byggðinni og ljósin slokkna.  Þessi þróun gerir það að verkum að erfiðara verður að halda úti samfélagi með skólum, heilbrigðisþjónustu, vegamokstri og verslun svo dæmi séu tekin. Hver fjölskylda skiptir máli og hver jörð sem er byggð skiptir máli.  
 
Matarverðlaun bændasamtaka á norðurlöndunum
 
Embluverðlaunahátíðin, matarverðlaun bændasamtaka á Norðurlöndunum,  var haldin fyrir skemmstu í Hörpu en þetta var í annað sinn sem hátíðin er haldin.  Um 320 tilnefningar komu frá löndunum í þá sjö flokka sem keppt er um en 49 aðilar koma á borð dómnefndanna á lokasprettinum.  Það var verulega ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt verkefnin voru. Sum byggja á hefðum og menningararfi á meðan önnur byggja á nýsköpun eða nýtingu á hráefni sem ekki hefur verið notað til þessa. En Embluverðlaunin tengjast ekki bara matnum sjálfum, vinnsluaðferðum eða menningararfi.  Þau koma í raun inn á mjög marga þætti sem tengjast mat eins og „að fæða marga“ og sérstakri áherslu á börn og mat.  Einnig tengjast þau því að miðla mat sem er afar mikilvægur þáttur.
 
Við Íslendingar gerum mikið af því að tala um veðrið en gerum við nóg af því að tala um mat? Hann er vissulega ein af grunnþörfum okkar og á það vel skilið að um hann sé rætt.   
Fjölbreytt smáframleiðsla
 
Smáframleiðsla á mat og matvælum á Íslandi er ótrúlega fjölbreytt. Úti um allt land eru framleiðendur að vinna úr mjólk, kjöti, innmat, þangi, grænmeti, jurtum og svo mætti áfram telja. Við eigum líka fólk sem talar um mat og er duglegt við að koma á framfæri upplýsingum  tengdum matvælum. Enn fremur eigum við fólk sem hugar sérstaklega að mat fyrir börn en það að börn fái holla og góða fæðu er afar mikilvægt fyrir þau enda matur ein af grunnþörfum okkar.  
 
Nýsköpun styrkir byggð í landinu
 
Nýsköpun er ekki síður mikilvæg í hinum dreifðu byggðum en annars staðar en hún getur stuðlað að því að bújarðir haldist í byggð.  Það að geta skapað fjölbreyttari atvinnutækifæri tengd eða ótengd hefðbundnum búskap er hluti af því að sveitirnar nái að blómstra.   Það að sveitirnar nái að blómstra er síðan afar mikilvægt fyrir þéttbýlin, sama hvort um er að ræða sjávarþorp úti á landi eða höfuðborgina en afleidd störf landbúnaðar eru mörg hver í þessum kjörnum.
 
 Við Íslendingar byggjum afkomu okkar á ferðaþjónustu, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, hugviti og fleiru. Allir þessir þættir eru mikilvægir og allir þurfa þeir að vinna saman að því að gera samfélagið okkar öflugra og betra.  
 
Við erum öll hluti af samfélaginu Íslandi sem þarf á hverri fjölskyldu að halda og ljósi í sem flestum gluggum.
Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...