Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framtíðarhorfur í kúabúskap, kvóti eða frjáls framleiðsla?
Mynd / BBL
Lesendarýni 17. janúar 2019

Framtíðarhorfur í kúabúskap, kvóti eða frjáls framleiðsla?

Höfundur: Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir, Ingvar Hersir Sveinsson og Melissa Boehme

Nú líður að kosningum, vilja kúabændur búa áfram við framleiðslustýringu á mjólk eða fella kvótann niður eins og gert var í Evrópusambandinu?

Þessar kosningar eru fyrsta skrefið í endurskoðun núgildandi búvörusaminga, en líklegt má telja að þeir hafi verið samþykktir vegna loforðs um atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins.

Hver er framtíðarsýn mjólkurframleiðenda?

Undanfarin ár hafa markast af sveiflum í mjólkurframleiðslunni. Íslenskir kúabændur og íslensku mjólkurkýrnar hafa sýnt fram á að hægt er að framleiða hér miklu meiri mjólk en það sem íslenskir neytendur og erlendir ferðamenn geta torgað. Afurðir úr umframmjólk hafa því verið fluttar út en því miður hefur umframmjólkin verið keypt of háu verði af bændum. Því hriktir í afkomu afurðastöðva, verðlagið hefur einnig vakið upp of miklar væntingar hjá einstaka bændum sem hafa farið út í dýrar fjárfestingar.

Að okkar mati er stjórnun framleiðslunnar með kvótakerfi nauðsynleg svo ætíð sé tryggð hæfileg framleiðsla fyrir innanlandsmarkað. Umframleiðslu á aðeins að kaupa á því verði sem erlendir markaðir eru reiðubúnir að greiða hverju sinni. Hvernig stjórnunin á að vera og hvernig færa má framleiðsluheimildir milli búa er verkefni sem verður að útfæra í takt við þarfir hvers tíma.

Framleiðsla án stýringar hefur reynst íslenskum bændum illa. Kartöflubændur hafa td. lengi mátt þola miklar afkomusveiflur, flestir sjá hvaða áhrif aftenging framleiðslustýringarinnar hefur haft á sauðfjárframleiðsluna.

Rétt er líka að líta til þróunarinnar í Evrópu eftir að kvótinn var felldur niður. Afkoma kúabænda versnaði mjög og margir hafa lagt upp laupana. „Við sterkustu og stærstu lifum“ sagði danskur stórbóndi vinur okkar, hann var sannspár þar eins og oft áður. 

Niðurfelling kvótans hefur einnig haft mikil áhrif á afurðastöðvar í Evrópu og þar með afkomu bænda. Dæmi eru um að afurðastöðvar hafi sagt upp innleggjendum sínum, við höfum séð svipað hér hjá sláturhúsum. Svínabændur hafa iðulega liðið fyrir þetta, kúabændur þekkja mikla bið eftir slátrun og sl. haust neituðu einstaka sláturhús að taka við nýjum sauðfjárinnleggjendum.

Aukinn innflutningur á mjólkurafurðum eykur enn á þrýstinginn um samstöðu bænda um nákvæma stjórnun framleiðslunnar. Mikil hagræðing hefur orðið hjá afurða-stöðvunum, brýnt er að þar verði haldið áfram góðu þróunarstarfi og framleiðslu fjölbreyttra afurða sem neytendur vilja og velja.

Okkar framtíðarsýn er að hag okkar sé best borgið með kvótastýringu mjólkurframleiðslunnar. Við hvetjum bændur til að hugsa til framtíðar og samstöðu, þannig getum við tekist á við komandi áskoranir.

Sveinn Ingvarsson

bóndi og fv. varaformaður BÍ, 

Katrín Andrésdóttir

fv. héraðsdýralæknir, 

Ingvar Hersir Sveinsson og Melissa Boehme 

verðandi kúabændur í Reykjahlíð á Skeiðum

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...