Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Mynd / Vefur Landsnets.
Fréttir 30. september 2021

Spennu hleypt á fyrstu línu í nýrri kynslóð byggðalínu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggða­línu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljóts­dals, hefur verið spennusett.

Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið. Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.  Það var því stór dagur hjá Landsneti þegar spennu var hleypt á fyrstu línuna.

Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshrepp. Lengd línunnar er 121 km og liggur hún að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Meginflutningskerfi raforku sem liggur í kringum landið er í daglegu tali kallað byggðalínan. Hún samanstendur af 13 háspennulínum, alls 925 km að lengd, sem ná frá Brennimel í Hvalfirði, hring um landið og enda í Sigöldu. Byggðalínan nálgast nú 50 ára aldurinn en áætlaður líftími raflína á Íslandi er um 50 ár og  raforkunotkun hefur margfaldast frá því að hún var byggð – það var því kominn tími á endurnýjun, segir á vef Landsnets.

Bætir úr mörgum vanköntum

Nýrri kynslóð byggðalínu er ætlað það hlutverk að bæta úr mörgum af þeim vanköntum sem hrjá meginflutningskerfið í dag. Hún verður rekin á hærra spennustigi, eða 220 kV í stað 132 kV, og byggð úr stálröramöstrum sem þola betur óveður og ísingu og mun því auka afhendingaröryggi umtalsvert.

Útlit mastranna svipar til tré­mastra gömlu byggðalínunnar, þar sem þau eru byggð úr rörum en þau verða aftur á móti stærri og að sama skapi færri, þar sem lengra hafi verður á milli mastra. Hærra spennustig gerir það að verkum að hægt verður að flytja meiri raforku á milli landshluta og létta þannig á þeim flöskuhálsum sem kerfið býr við í dag. 

Mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu auk þess sem hægt verður að nýta betur núverandi orkuframleiðslumannvirki og vatnasvæði en mögulegt er nú.

Næstu áfangar

Næsta lína í röðinni er Hólasandslína 3 á milli Hólasands í nágrenni Kröflu og Akureyrar en framkvæmdir við hana hófust á árinu 2020.  Þar á eftir er Blöndulína 3 á milli Akureyrar og Blöndu sem er á áætlun 2023 og Holtavörðuheiðarlína 1 á milli Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar en áætlað er að byrja framkvæmdir við hana á fyrri hluta ársins 2024.

Síðasta línan er svo tenging á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu sem er áætlað að hefja framkvæmdir við á síðari hluta ársins 2027 eða í byrjun árs 2028.

Skylt efni: Landsnet | byggðalína

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...