Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Mynd / MHH
Fréttir 27. apríl 2022

Stjörnuegg á Kjalarnesi fjölgar varpfuglum úr 50 þúsund í 95 þúsund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu.

Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla.

Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...