Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjónin Sveinn og Áslaug á Garðyrkjustöðinni Espiflöt ásamt syni, tengdadóttur og barnabarni.
Hjónin Sveinn og Áslaug á Garðyrkjustöðinni Espiflöt ásamt syni, tengdadóttur og barnabarni.
Mynd / HKr
Fréttir 12. nóvember 2020

Sveinn og Áslaug í Espiflöt og Bændablaðið sæmd heiðursverðlaunum garðyrkjunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hjónin Sveinn og Áslaug á Garðyrkjustöðinni Espiflöt og Bændablaðið voru sæmd heiðursverðlaun garðyrkjunnar í dag á aðalfundi Samband garðyrkjubænda.

Gunnar Þorgeirsson formaður sambandsins sagði við þetta tækifæri að að ánægjulegt væri frá því að segja að á hverju ári væru fjölmargir sem kæmu til greina sem viðtakendur heiðursverðlauna garðyrkjunnar, enda margt gott að gerast nú sem fyrr í garðyrkjunni.

Frammúrskarandi ræktendur

„Að þessu sinni var ákveðið að veita tvær viðurkenningar, annarsvegar til framúrskarandi ræktenda úr hópi félagsmanna og hinsvegar til aðila utan félagsins fyrir mikilsvert framlag til íslenskrar garðyrkju. Fáum hefur blandast hugur um að þeir sem nú hljóta viðurkenninguna hafa sannarlega til þess unnið.“

Um viðurkenningu til handa frammúrskarandi ræktenda sagði Gunnar:

Hér er um að ræða ræktendur sem hafa verið leiðandi í ræktun á sínu sviði og byggt upp fyrirtæki sem er einstakt í sinni röð fyrir gæðaframleiðslu, gott orðspor og síðast en ekki síst öflugt starf í félagsstörfum garðyrkjunnar. Þar er sannarlega um að ræða dýrmætt framlag sem munað hefur um.

Í höndum þessara framleiðenda hafa vörur fyrirtækisins fengið skýra aðgreiningu fá öðrum vörum á markaði og ekki síst við innfluttar afurðir.  Öflug kynning og starfsemi í fyrirtæki sem býður gesti og gangandi velkomna eftir atvikum er líka vel til þess fallinn að auka áhuga og skilning á íslenskri garðyrkju. Með innilegum hamingjuóskum og þökkum frá Sambandi garðyrkjubænda gleður mig að tilkynna að heiðursviðurkenningu garðyrkjunnar árið 2020, hljóta þau Sveinn Sæland og Áslaug Sveinbjörnsdóttir Espiflöt í Biskupstungum. - Megi gæfa fylgja ykkur í leik og starfi um ókomna framtíð.“

Bændablaðið staðið vaktina

Þá vék Gunnar orðum að heiðursverðlauna garðyrkjunnar til aðila utan félagsins.

„Undanfarna áratugi hefur íbúum í þéttbýli fjölgað mjög og að sama skapi hefur íbúum í dreifðum byggðum fækkað. Sífellt fækkar þeim einnig sem hafa landbúnað að atvinnu, þó framleiðslugeta og fjölbreytni hafi aukist. Íslenskur landbúnaður hefur átt því láni að fagna að neytendur eru bæði áhugasamir og velviljaðir í garð bænda og skilningur almennings á mikilvægi þess að hér sé stundaður öflugur landbúnaður og framleiddar gæðavörur er mikill og vaxandi. Þessa sambúð landbúnaðar og landsmanna er mikilvægt að miðla með góðum samskiptum og fræðslu.

Í 25 ár hefur Bændablaðið staðið vaktina, en það kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars 1995 og hefur því starfað í rúm 25 ár. Nafn blaðsins á sér þó lengri forsögu, en það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni með Bjarna Harðarson í fararbroddi komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið og á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og var fyrst til húsa við Skúlagötu í Reykjavík en fluttist svo að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni að Tannastöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. Bændablaðið er skilgreint sem málgang bænda og landsbyggðar og er í eigu Bændasamtak Íslands. Blaðið miðar að því að endurspegla með upplýsandi hætti raunverulegt líf bænda og fólks á landsbyggðinni og fjalla um málefni sem á þeim brenna.

Allt frá því útgáfa Bændablaðsins hófst hefur blaðið miðlað upplýsingum og áhugaverðum fréttum um landbúnað, félagsmál bænda, félagsstörf í dreifbýli, hverskyns sýningar og listviðburði í byggðum landsins, námsmöguleika fyrir fólk í dreifbýli, atvinnumál, nýsköpun og þróunarverkefni, vöruþróun, menningararf þjóðarinnar, sögu, tungumálið og allt það sem snertir búsetu í dreifðum byggðum landsins í þess víðasta skilningi. Sem öflugur málsvari íslenskra bænda og garðyrkju um árabil, er nú talið við hæfi að Bændablaðið hljóti heiðursviðurkenningu garðyrkjunnar 2020. Samband garðyrkjubænda færir Bændablaðinu og starfsmönnum þess einlægar þakkir fyrir mikilvægt framlag þeirra og óskar þeim velfarnaðar um ókomna tíð.“

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...