Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þessu sinni kemur Sverrir Björn Þráinsson, umsjónarmaður kántrítónlistarsíðunnar „Sveitatónlist á Facebook,“ í stúdíó til þeirra Erlu Gunnarsdóttur og Drífu Viðarsdóttur. Hann segir hlustendum frá ástríðu sinni fyrir sveitatónlist sem hann hefur borið í brjósti frá unga aldri. Sverrir hefur átt viðburðaríka ævi og fer sínar eigin leiðir við að elta drauma sína. Einnig fjalla Drífa og Erla um barnastjörnur í kántríinu og tónlistarmenn sem hafa fetað í fótspor forfeðra sinna í þessari vinsælu tónlistarstefnu.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.