Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þjónustujöfnuður jákvæður en vöruskiptajöfnuður neikvæður
Fréttir 6. september 2022

Þjónustujöfnuður jákvæður en vöruskiptajöfnuður neikvæður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Áætlað er að vöruútflutningur hafi verið neikvæður um 19 milljarða.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta hafi verið 1.442,2 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og hafi aukist um 41% miðað við tólf mánuðina þar á undan.

Tekjur af samgöngum og flutningum 18,5 milljarðar

Áætlað er að verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil hafi verið 1.532,5 milljarðar og hafi aukist um 44% miðað við tólf mánuði þar á undan. Því er áætlað að uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði hafi verið neikvæður um 90,3 milljarða króna samanborið við 41,2 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

Áætlað er að tekjur af samgöngum og flutningum hafi verið 18,5 milljarðar króna í maí síðastliðinn og að þær hafi meira en tvöfaldast miðað við maí 2021. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi er talið hafa verið 13,1 milljarður í maí og að það hafi dregist saman um 7% frá því í maí árið áður.

Útgjöld vegna ferðalaga erlendis 18,3 milljarðar

Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí er áætlað 49,3 milljarðar króna og að það hafi aukist um 89% frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis hafi verið 18,3 milljarðar í maí og hafi aukist verulega samanborið við maí árið áður. Hvað útgjöld vegna samgangna og flutninga varðar er áætlað að þau hafi verið 8,9 milljarðar í maí og hafi aukist um 57% miðað við maí 2021. Þá er áætlað að verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi hafi verið 22,1 milljarður í maí og hafi aukist um 42% frá því í maí fyrir ári. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,1 milljarð króna í maí.

Gert er ráð fyrir að verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2021 til maí 2022, hafi verið 567,7 milljarðar króna og hafi aukist um 64% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili er áætlað að verðmæti þjónustuinnflutnings hafi verið 472,2 milljarðar og hafi aukist um 61% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.

Áætlað er að vöruútflutningur í greiðslujöfnuði hafi verið 93,1 milljarður króna í maí 2022 en vöruinnflutningur 112,2 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði hafi verið neikvæður um 19 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2022 er því áætlað 151,5 milljarðar króna og að það hafi aukist um 65% miðað við sama mánuð 2021. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 161,4 milljarðar og jókst um 65% miðað við sama mánuð 2021.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...