Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023.

Á dögunum veitti Landgræðslan árleg landgræðsluverðlaun en þau hlutu þrír aðilar sem á ólíkan hátt hafa stuðlað að landgræðslu.

Landeigandi jarðanna Heiðarlækjar og Heiðarbrekku á Rangár- völlum, Októ Einarsson, hlaut verðlaun með því að sýna mikið frumkvæði og vera fyrirmynd annarra landeigenda í landgræðslu að því er fram kemur í umsögn Landgræðslunnar. Októ hefur unnið að því að græða jarðir sínar um árabil en þær eru illa farnar sökum jarðvegsrofs og hefur nú unnið á um 200 hektara svæði en markmið hans er að koma í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs, mynda sjálfbæra gróðurþekju og síðar skóglendi.

Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, voru afhent verðlaunin fyrir hönd félagsins og verkefnis um endurheimt birkivistkerfa, sem snýr að söfnun og sáningu birkifræja. Verkefnið hófst vorið 2020 og er markmið þess að efla útbreiðslu birkiskóga með landsátaki við söfnun og dreifingu fræja. Í umsögn Landgræðslunnar segir að Skógræktarfélag Kópavogs, með Kristinn í fararbroddi, hafi borið hitann og þungann af vinnu við framkvæmd verkefnisins.

Þá hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Midgard í Rangárþingi eystra verðlaun fyrir skýr umhverfismark- mið í tengslum við nýtingu lands í ferðaþjónustu og áherslu á umhverfis fræðslu til starfsfólks og ferðamanna. Í umsögn Landgræðslunnar segir að ferðaþjónusta sé ein tegund landnýtingar og í ljósi vaxandi ferðamennsku á Íslandi sé mikilvægt að gefa henni gaum. Í rekstri sínum hefur Midgard lagt áherslu á um- hverfismál, s.s. minni matarsóun, fræðslu nemendahópa og eflingu umhverfisvitundar starfsfólks.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...