Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áburðareftirlit á Íslandi er í höndum Matvælastofnunar.
Áburðareftirlit á Íslandi er í höndum Matvælastofnunar.
Fréttir 13. febrúar 2023

Þrjár áburðartegundir teknar af skrá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurstöður áburðareftirlits Matvælastofnunar (MAST) fyrir síðasta ár hafa verið birtar. Þrjár áburðartegundir Skeljungs reyndust með magnesíum undir leyfðum vikmörkum og hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar.

Valgeir Bjarnason.

Ein áburðartegund Sláturfélags Suðurlands (NPK 25-2-6) reyndist með kadmíum innihald við hámark, eða 54,69 milligrömm á kíló fosfórs þar sem almenn vikmörk eru 50 milligrömm á kíló fosfórs, en ekki þurfti að taka hana af skrá. Í skýrslu MAST um niðurstöðurnar kemur fram að vegna stríðsátaka í Úkraníu – og viðskiptaþvingana á Rússland – þótti sýnt að ekki yrði unnt að útvega kadmíumsnauðan fosfór fyrir árið 2023, en sá fosfór kemur aðallega frá Kólaskaga. Því var ákveðið með reglugerð að hækka leyfilegt magn kadmíum í fosfór upp í 150 milligrömm á kíló. Reglugerðin er sett til bráðabirgða og gildir einungis út árið 2023.

Áburðartegundunum má ekki dreifa

Þessar þrjár áburðartegundir með of lítið magnesíum má ekki dreifa til notenda fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur.

Í áburðartegundinni Sprettur 22-7-6 mældist magnesíum 0,59 prósent undir skráðu gildi, en má mest vera 0,55 undir skráðu gildi. Niðurstöður fyrirtækisins gáfu gildi fyrir magnesíum 0,64 prósent undir skráðu gildi, en til að áburðartegund sé tekin af skrá þurfa bæði niðurstöður MAST og fyrirtækisins að bera saman um að viðkomandi áburður standist ekki kröfur. Í Spretti 20-10-10+Se mældist köfnunarefni 1,1 prósent undir skráðu gildi sem er á leyfðum vikmörkum en magnesíum 0,62 prósentustig undir skráðu gildi. Niðurstöður fyrirtækisins gáfu gildi fyrir köfnunarefni 0,40 prósent undir skráðu gildi en magnesíum 0,82 prósentustig undir skráðu gildi. Áburðartegundin er því tekin af skrá vegna lágs gildis magnesíums.

Í áburðartegundinni Sprettur 20-12-8+Se mældist magnesíum 0,73 prósent undir skráðu gildi. Niðurstöður fyrirtækisins gáfu gildi fyrir magnesíum 0,77 prósent undir skráðu gildi. Áburðartegundin er því tekin af skrá.

Tuttugu innflutningsfyrirtæki

Á árinu 2022 fluttu 20 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 334 tegundir. Magn innflutts áburðar og jarðvegsbætandi efna var alls 50.809 tonn.

Valgeir Bjarnason, sem hefur umsjón með áburðareftirliti MAST, segir að samkvæmt reglugerð beri stofnuninni að birta niðurstöður áburðareftirlits fyrir lok viðkomandi árs. Það sé hins vegar ekki hægt þar sem skýrslan eigi að ná yfir áburðarmarkaðinn ár hvert og árið nái alveg til 31. desember. Því sé reynt að klára það eins fljótt og hægt er í janúar.

Tímafrekt eftirlitsferli

Í áburðareftirliti MAST eru birtar niðurstöður um áburð sem bændur hafa þegar dreift á sín ræktarlönd.

Stundum hafa áburðartegundir verið langt frá því að standast kröfur. Spurður um hvort þetta sé ekki óheppilegt fyrirkomulag, segir Valgeir að þessu sé ekki hægt að breyta því fylgja þurfi ákveðnu tímafreku ferli samkvæmt reglugerð.

Ekki má setja hindranir á innflutning

„Áburðurinn er í frjálsu flæði samkvæmt EES-samningi og því má ekki setja á hann hindranir vegna innflutnings eða dreifingar nema í þeim tilfellum sem rökstuddur grunur er um að hann standist ekki kröfur. Megnið af þessum áburði sem ætlaður er til landbúnaðar kemur í apríl og flest sýnin eru tekin þá. Sýnataka og undirbúningur sýna til sendinga tekur nokkra daga frá hverju fyrirtæki. Sýnunum er skipt í fjögur lokasýni og fær fyrirtækið eitt sýni til að geta andmælt niðurstöðum Matvælastofnunar.

Sýnin eru send til faggiltrar rannsóknastofu í Þýskalandi, niðurstöður koma eftir um fjórar vikur eða í lok maí eða byrjun júní ár hvert. Þá er megnið af áburðinum kominn á tún og akra.

Niðurstöðurnar þurfa að fara til viðkomandi fyrirtækja og þeim veittur andmælaréttur til að andmæla niðurstöðum Mast, en það er samkvæmt stjórnsýslulögum. Fyrirtækin þurfa tíma til að senda andmælasýni til rannsóknastofa og fá niðurstöður þaðan og senda til Matvælastofnunar.

Þessi samskipti geta teygst fram í september ár hvert, því stundum þurfa fyrirtækin að fá frest til að skila sínum niðurstöðum, til dæmis vegna sumarleyfa erlendis,“ segir Valgeir. Ferlinu sé því ekki hægt að breyta. Áburður, eins og flest önnur vara, sé framleiddur undir gæðaeftirliti framleiðandans og það sé fyrirtækjanna að tryggja að hann standist kröfur.

„Þar að auki er komin ný reglugerð í Evrópu sem er í innleiðingaferli hér sem gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði séu CE vottaðar sem á að tryggja enn betur að þær standist kröfur,“ segir Valgeir að lokum.

Skylt efni: Áburðareftirlit

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...