Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt hjá Hellu.

Torfærukeppnin, í umsjón Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er stærsti torfæruviðburður ársins en búist er við að um 5-6 þúsund manns mæti til að berja tryllitækin augum. Annar eins fjöldi horfir svo á í beinni útsendingu á Youtube.

„Sindratorfæran er aðalfjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og hefur verið það frá árinu 1973 og er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Margir félagar sveitarinnar hafa komið að keppnishaldinu í 30 til 50 ár og eru alltaf jafnspenntir fyrir þessum viðburði okkar, en um 100 sjálfboðaliðar koma að keppninni á einn eða annan hátt,“ segir Helga Þóra Steinsdóttir hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Keppendur í torfærunni verði um þrjátíu talsins í ár. Keppt verður í sérútbúnum flokki og sérútbúnum götubílaflokki, sem eru aðeins minna breyttir bílar á dekkjum sem hafa ekki eins mikið grip og þau sem notuð eru í sérútbúna flokknum. Keppnin hefst klukkan 11.

En hver verður hápunktur keppninnar? „Það er alltaf áin og mýrin en það eru tvær síðustu brautirnar þar sem bílarnir reyna við tæplega 200 metra fleytingu og reyna svo fyrir sér í mýrinni þar sem auðvelt er að gera mistök og sitja fastur,“ segir Helga Þóra, um leið og hún hvetur fólk til að finna viðburðinn á Facebook, „Sindratorfæran 11.maí 2024“. Þar eru allar upplýsingar en aðgöngumiðar fást á vefnum www.midix.is.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...