Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. janúar 2025

Um sex hundruð milljónir til íslenskra aðila

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og samstarfsaðilar hafa tryggt sér 2,5 milljarða króna í styrki frá rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun.

Þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að hafa verið valin til fjármögnunar af Horizon Europe- rammaáætluninni. Matís fær um 310 milljónum króna úthlutað og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónum króna. Öll snúa þessi verkefni að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi, draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu Matís.

MarineGuardian-verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi. MeCCAM- verkefnið fjallar um að þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og aðra hagaðila í Evrópu. Þriðja verkefnið sem Matís kemur að ber nafnið OCCAM og er systurverkefni MeCCAM, þar sem því er ætlað að styðja fiskeldisiðnaðinn við mótvægisaðgerðir og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.

Skylt efni: rannsóknir

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...

Frumvarp vekur furðu
Fréttir 20. febrúar 2025

Frumvarp vekur furðu

Frumvarp sem ætlað er að vinda ofan af breytingum sem gerðar voru á búvörulögum ...

Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls
Fréttir 20. febrúar 2025

Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls

Áform eru um breytingu á tollflokkun á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu þanni...

Kakó er að verða dýrara en gull
Fréttir 19. febrúar 2025

Kakó er að verða dýrara en gull

Verð á hrávörum á alþjóðamarkaði fer almennt lækkandi. Verð á t.d. kakóbaunum, k...

Neysluverð matvæla hefur hækkað umfram framleiðsluverð matvæla
Fréttir 19. febrúar 2025

Neysluverð matvæla hefur hækkað umfram framleiðsluverð matvæla

Neytendur hafa orðið varir við hækkandi matvælaverð, ekki hvað síst á síðustu þr...

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...