Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umferðin eykst á Hringvegi
Fréttir 24. júní 2021

Umferðin eykst á Hringvegi

Höfundur: MÞÞ

Umferð um Hringveg heldur áfram að aukast. Í nýliðnum maímánuði var hún 8,4% meiri miðað við maí árið á undan, en er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyrir ári síðan um ríflega 10%.

Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um 8% prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019. Þess ber að geta að það var metár í umferðinni. Um er að ræða umferð yfir 16 lykilteljarasnið Vegagerðarinnar á Hringvegi.

Mest aukning á Austurlandi

Umferðin jókst mest yfir teljara á Austurlandi, eða um rúmlega 23%, en á síðasta ári hafði orðið tæplega 40% samdráttur á Austurlandi í sama mánuði. Minnst jókst umferð yfir lykilteljarasnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða um 5%. Af einstökum mælisniðum jókst umferð mest yfir mælisnið á Mýrdalssandi, eða um rétt rúmlega 50%.

Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega 12% en á sama tíma á síðasta ári hafði safnast upp 15,5% samdráttur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...