Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / Golli
Fréttir 12. mars 2021

Útfærsla á 970 milljón króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur

Höfundur: smh

Lokið er við útfærslu á á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur, sem er ein af aðgerðunum tólf í aðgerðaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar sem er ætlað að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu kemur fram að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins hafi verið miðað við að 75 prósenta fjármagnsins myndi renna til sauðfjárbænda og 25 prósent til nautgripabænda.

„Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. 

Greitt í mars 2021.  Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 

Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. 

Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. 

Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra)  

Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021.  Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. 

Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. 
Greitt í mars 2021.  Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020.  Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.