Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaxandi áhugi á byggrækt
Fréttir 17. maí 2019

Vaxandi áhugi á byggrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Byggrækt á Íslandi hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og skiptir þar án efa mestu máli almennur áhugi bænda á nýsköpun í ræktun.

Aukinn áhuga má einnig merkja í ræktun annarra nytjaplantna svo sem repju og hafra. Þann ágæta árangur sem íslenskir bændur hafa náð í ræktun byggs má án efa skýra með ýmsum þáttum eins og batnandi umhverfisskilyrðum til ræktunar, bættum búskaparháttum, prófunum á erlendum byggyrkjum auk kynbóta sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Niðurstöður 30 ára ræktunar

Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands vegna útkomu skýrslu um átaksverkefni í byggrækt á Íslandi á árunum 2013–2018 segir að starfsmenn skólans Íslands leggi, eftir fremsta megni, lóð á vogarskálar nýsköpunar í landbúnaði á ýmsum sviðum og hafa meðal annars stundað rannsóknir á byggi undanfarna áratugi.

Í skýrslunni birta höfundar yfirlit yfir niðurstöður úr samanburðartilraunum á byggi sem fram hafa farið víðs vegar um landið á yfir 30 ára tímabili. Farið er yfir helstu niðurstöður sjúkdómsrannsókna, ásamt því að framtíð byggrannsókna og nýtingar eru reifaðar.

Uppskera aukist og ræktunartímabilið styst

Niðurstöður sýna að uppskera í tilraunum hefur aukist á sama tíma og ræktunartímabilið styttist. Íslenskar kynbótalínur skila ekki aðeins meiri uppskeru í tilraunum heldur skríða þær einnig fyrr sem leiðir til þess að þær eru uppskornar fyrr.

Niðurstöðurnar sem kynntar eru í skýrslunni undirstrika bæði kosti og galla íslenska kynbótaverkefnisins og eru því mikilvægar fyrir áframhald yrkjatilrauna hér­lendis. Niðurstöðurnar undir­strika jafnframt að næsta stóra áskorun kynbótafólks er að auka sjúkdómsþol í íslenskum byggyrkjum, enda sýna rannsóknir að fjölbreytileiki sjúkdómsvaldandi sveppa er mun meiri hérlendis en ætla mætti og fyrirsjáanlegt að sjúkdómsálag aukist umtalsvert eftir því sem byggrækt eykur útbreiðslu sína.
Skýrsluna í heild má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands.

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...