Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Fréttir 17. febrúar 2021

Vegagerðin framkvæmir fyrir 27 milljarða í ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heilmiklar framkvæmdir eru boðaðar hjá Vegagerðinni nú á árinu 2021. Þær nema alls ríflega 27 milljörðum króna, þar af eru 15,5 milljarðar til ný­framkvæmda og um 12 milljörðum verður varið til viðhalds.

Væntanlegar framkvæmdir voru kynntar á útboðsþingi Vega­gerðarinnar fyrir skemmstu og frá þeim er sagt á vefsíðu hennar.

Breyting á vegstæði við Hornafjarðarfljót

Stærsta einstaka verkið hjá Vega­gerðinni er breyting á veg­stæði Hringvegarins um Horna­fjarðarfljót. Það er svokallað samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila og mun kosta um sex milljarða. Sú leið mun stytta Hringveginn um tíu til tólf kílómetra. Vegagerðin hyggst verja 2,2 milljörðum króna til framkvæmda við Suðurlandsveg en það er hluti samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019.

Þverun Þorskafjarðar og Axarvegur

Jafnframt er áætlað að verja 3,5 milljörðum til áframhaldandi framkvæmda á veginum um Kjalarnes og allt að 3 milljörðum til þverunar Þorskafjarðar og sömu fjárhæð til Axarvegar sem er samvinnuverkefni.

Á næstu þremur árum verður farið í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn og áætlanir gera ráð fyrir að til þess verði varið tæpum 2,8 milljörðum króna. 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.