Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Fréttir 10. september 2020

Verndun fjallarefsins fær tilnefningu umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að líffræðileg fjölbreytni sé undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar og þess vegna renna umhverfisverðlaun ráðsins í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni.

Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt. Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrlegum forsendum. Ferðaskrifstofan hefur sýnt að með starfsemi sinni geti verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska farið saman. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggur náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn að launum 350.000 danskar krónur. Aðrir tilnefningar í ár eru eftirfarandi:

Dag O. Hessen – Noregi

Jens-Kjeld Jensen – Færeyjum

YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnlandi

Lystbækgaard – Danmörku

Torbjörn Eckerman – Álandseyjum

Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð. 

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...