Verndun fjallarefsins fær tilnefningu umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að líffræðileg fjölbreytni sé undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar og þess vegna renna umhverfisverðlaun ráðsins í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni.
Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt. Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrlegum forsendum. Ferðaskrifstofan hefur sýnt að með starfsemi sinni geti verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska farið saman. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggur náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn að launum 350.000 danskar krónur. Aðrir tilnefningar í ár eru eftirfarandi:
Dag O. Hessen – Noregi
Jens-Kjeld Jensen – Færeyjum
YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnlandi
Lystbækgaard – Danmörku
Torbjörn Eckerman – Álandseyjum
Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð.