Áslaug og Nicholas í Reykjalundi, með tómata- og kúrbítsplöntur beggja vegna við sig.
Áslaug og Nicholas í Reykjalundi, með tómata- og kúrbítsplöntur beggja vegna við sig.
Mynd / smh
Viðtal 2. júlí 2024

Auka grænmetisframleiðsluna um helming og sækja um lífræna vottun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Reykjalundi í Grímsnesinu hafa garðyrkjubændurnir Áslaug Einarsdóttir og Bandaríkjamaðurinn Nicholas Ian Robinson tekið upp þráðinn frá sumrinu 2022 og rækta nú enn meira grænmeti en áður, eftir framkvæmdahlé síðasta sumar.

Þau hafa notað tímann til að færa út kvíarnar og ætla sér að auka framleiðsluna um helming með því að stækka ræktarlandið og byggja nýtt gróðurhús. Auk þess voru þau að leggja inn umsókn til Vottunarstofunnar Túns um lífræna vottun á framleiðslu sína. Þau hafa samt sem áður beitt hugmyndafræði lífrænnar ræktunar alla tíð, hafa þau grundvallargildi að tryggja sjálfbærni og einblína á notkun jarðvegsbætandi efna úr nærumhverfinu. Þau nota því hvorki skordýraeitur né illgresiseyði við ræktunina.

Nicholas handtínir illgresi á milli hvítlauksbeðanna.

Nálgast það að vera talin meðalstór

Þau eru þriðju kynslóðar garðyrkjubændur í Reykjalundi og hófu sinn búskap þar árið 2014, með litla ræktun og sölu. Stórt skref var tekið hjá þeim í stækkun stöðvarinnar árið 2019.

Nicholas segir að þau flokkist enn sem smáframleiðendur, vegna þess hversu lítið landsvæði er undir ræktun hjá þeim. Því hafi þeim ekki staðið til boða að fá jarðræktarstyrki enn þá, sem þau Áslaug telja að sé þó gríðarlega mikilvægt fyrir smáframleiðendur til að koma sér af stað, vegna þess hversu fjárfestingakostnaðurinn geti verið þungbær. Þó með nýjustu stækkunum hjá sér nálgist þau að vera komin með framleiðslugetu sem sé nálægt meðaltalsframleiðslu garðyrkjubýla á Íslandi.

Einn er þó meginmunur á Reykjalundi og flestöllum öðrum garðyrkjubýlum, sem er að uppskera þeirra er nánast eingöngu seld beint til viðskiptavinanna. Langmest af henni er seld í áskrift, bæði til viðskiptavina í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu.

Caption

Um 40 tegundir í ræktun

Nýlega hóf Reykjalundur samstarf við dreifingarfyrirtækið Pikkóló sem rekur sínar Pikkóló-dreifistöðvar á fjórum stöðum í Reykjavík.

Er ætlunin í sumar að senda áskriftapoka á þessar stöðvar. Ekki verður boðið upp á heimsendingar í sumar en þau veða með mánaðarlegan markað sem þau gefa fljótlega nánari upplýsingar um.

Útiræktaðir ætiþistlar, sem Nicholas telur einkar hentuga tegund hér á Íslandi.

Síðar í sumar verða þau með heitt á könnunni fyrir þau sem vilja kíkja í heimsókn og fá leiðsögn um býlið og kaupa grænmeti beint úr beðunum. Þau segja að nánari upplýsingar um þá markaði muni liggja fyrir mjög fljótlega. Hægt er að fylgjast með á Facebook-síðu Reykjalundar hvenær þau opna fyrir heimsóknir í sumar.

Vegna þessa viðskiptafyrirkomulags eru tegundir í ræktun hjá þeim óvenju fjölbreyttar – og óhætt að fullyrða að fáar garðyrkjustöðvar slái þeim við hvað það varðar en Nicholas telst til að tegundirnar séu um 40 talsins.

Doktorsverkefni í Kaliforníu

Þau segja að undanfarna vetur hafi þau dvalið í Kaliforníu, þar sem Nicholas vinni að doktorsverkefni sínu, auk þess sem hann sinni kennslu við háskóla í Kaliforníu. Í því verkefni, sem er á sviði landfræði, kortleggur hann íslenska garðyrkju, skoðar aðstæður, rekstur og umfang ræktunar hverrar garðyrkjustöðvar meðal annars í þeim tilgangi að kanna hvernig nálgast megi sjálfbærni í innlendri garðyrkjuframleiðslu.

Á sumrin hafa þau einbeitt sér að því að þróa búreksturinn í Reykjalundi. Þegar blaðamann bar að garði mátti sjá að von væri fljótlega á fallegri uppskeru fyrir áskrifendur, enda er stefnt að því að fyrsta afhending verði 29. júní. Áskriftartímabilinu lýkur svo 19. október.

Í Reykjalundi eru ræktaðar um 40 tegundir af grænmeti og salati. Myndir / Reykjalundur

Ferskur hvítlaukur og fennel

Meðal tegunda í ræktun á Reykjalundi eru ýmis afbrigði kirsuberjatómata, einnig stórir „Slicer tómatar - heirloom og beefsteak tómatar“, agúrkur, grænkál (svart eða rautt), Chard- eða Collardkál, ýmsar salathausategundir, baby mustard greens, klettasalat, næpur, radísur, kryddjurtir (steinselja, basilika, vorlaukur og fleiri kryddjurtir), eggaldin, kúrbítur, blómkál, ferskur matlaukur, hvítlaukur, sætar snakkpaprikur, chili-pipar, paprikur, beður, broccolini, sellerí, gulrætur og fennel.

Nálgast má frekari upplýsingar um ræktunina í Reykjalundi og áskriftarfyrirkomulagið á vefnum þeirra, reykjalundurgardyrkja.is.

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt