Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.  Á hópurinn meðal annars að skoða valdheimildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi.

Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku.

Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í upphafi árs og hefur starfshópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforkuöryggi.

Hópurinn  á að veita yfirsýn á heildsölumarkaði raforku og skilgreina öryggismörk um fullnægjandi framboð raforku og heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftirspurn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir í tilkynningu á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins afar mikilvægt að fá yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að tryggja raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. „Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis- og auðlindaráðuneytið.“

Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri.

Aðrir sem starfshópinn skipa eru: Breki Karlsson, f.h. Neytendasamtakanna, Friðrik Friðriksson, f.h. HS Orku hf., Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Landsvirkjunar, Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf., Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf.,

Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, munu starfa með starfshópnum.

Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. Mars 2022.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...