Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Búr sem notað er til að friða reiti fyrir beit.
Búr sem notað er til að friða reiti fyrir beit.
Á faglegum nótum 28. desember 2023

Áhrif beitar á uppgræðslusvæði

Höfundur: Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni

Hér er fjallað um beitartilraun sem hófst haustið 2018.

Markmið þessarar tilraunar er að a) kanna áhrif beitar/friðunar á uppgræðslusvæði til skemmri og lengri tíma og b) meta hvort friðun á mismunandi tímabilum sumars hafi áhrif á árangur uppgræðslunnar. Tilraunin var sett upp á mel á landgræðslusvæði á afrétti í Árnessýslu. Beit er á svæðinu frá mánaðamótum júní/júlí og fram undir miðjan september.

Í upphafi var gróðurþekja innan við 1%. Túnvingli var raðsáð vorið 2018, borinn á tilbúinn áburður og í kjölfarið settir út rannsóknareitir þar sem færanleg búr voru notuð til að ná fram áhrifum friðunar á gróður á mismunandi tímum sumars. Gróðurþekja og gróðurhæð er mæld eftir að beit lýkur á haustin.

Gróður var styrktur með áburði (200kg/ha) 2019 og 2020 en 2021 var ekki borið á. Það ár sáust engin beitarummerki í tilrauninni. Aftur var gróður styrktur með áburðargjöf í júní 2022 og 2023. Töluverð beit var á svæðinu þau ár sem borið var á.

Búrin eru færð tvisvar yfir beitartímann til að fá fram mismunandi meðferðir, hvert tímabil stendur í um 3 vikur: Alls eru 5 meðferðir í tilrauninni:

  1. Viðmið = Beitt allt tímabilið b. Alfriðað = Friðun allt beitartímabilið
  2. Friðað snemmsumars, frá upphafi beitartíma
  3. Friðað miðsumars
  4. Friðað síðsumars og út beitartímann um miðjan september
Niðurstöður

Gróðurþekja varð fljótt meiri eftir að uppgræðslan hófst og jókst hraðar í friðuðum reitunum en beittum. Ekki virðist skipta máli hvort og þá hvenær land er friðað yfir beitartímann. Beit hvenær sem er sumarsins dregur úr myndun gróðurþekju, þannig að ekki er ávinningur að því að friða landið hluta sumars, það þarf að friða allt beitartímabilið til að sjá jákvæð áhrif á gróðurþekju.

Samsetning gróðurs var mismunandi í friðuðum reitum og þeim sem voru beittir. Haustið 2023 voru grös í friðuðu reitunum um 97% af gróðurþekjunni en aðeins 3% blómjurtir. Í reitum sem voru beittir allt sumarið eða hluta sumars voru blóm mun algengari, eða 17–26% af þekju. Að sama skapi var minna um grös.

Blómtegundir sem þarna vaxa, s.s. hundasúra, melablóm, holurt, lambagras og músareyra eru ekki lostætar og skýrir það að hluta af hverju þekja þeirra eykst við beit. Við friðun verða grösin hávaxnari og hafa betur í samkeppni, s.s. um pláss, ljós og næringu, en lágvaxnari plöntur. Þegar grös eru bitin og verða þar af leiðandi ekki eins stór, ná blómplöntur að vaxa en lenda ekki í sömu samkeppni við grösin eins og í friðuðum reitum. Væri um lostætar blómtegundir að ræða yrðu niðurstöður væntanlega á annan veg.

Eins og búast má við hefur beit áhrif á hæð plantna. Hæð er marktækt meiri í friðuðu reitunum en öllum hinum, en ekki hefur fundist marktækur munur á gróðurhæð milli mismunandi beitartíma.

Rótarsýni

Haustið 2021 voru tekin rótarsýni úr tilrauninni og kom í ljós að rótarmassi í friðuðum reitum var marktækt meiri en í beittum reitum og reitum sem voru friðaðir um mitt sumar eða síðsumars en ekki var marktækur munur á milli friðaðra reita og reita sem voru friðaðir snemmsumars.

Niðurstöður benda til þess að ekki sé ávinningur af því að friða uppgræðslusvæði tímabundið yfir sumarið en töluverður ávinningur sé af því að friða landið alveg fyrir beit á fyrstu árum uppgræðslu.

Tilrauninni verður haldið áfram næstu ár og fylgst með gróðurframvindu.

Gróðurþekja (%) og gróðurhæð (cm) eftir meðferðum 2018-2023.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...