Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Mælisvæði á Heggstöðum.
Mælisvæði á Heggstöðum.
Á faglegum nótum 2. október 2024

Fyrsta mat á losun á hláturgasi frá framræstu landi

Höfundur: Jón Guðmundsson, lektor við fagdeild náttúru og skógar hjá LbhÍ.

Nýlega kom út grein í tímaritinu „Agriculture, Ecosystem & Environment“ um mælingar á losun á hláturgasi (N2O) frá framræstum mýrum hér á landi, en hláturgas er öflug gróðurhúsalofttegund og ein þriggja sem losnar frá framræstum mýrum utan koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4).

Titill greinarinnar er „Lítil losun hláturgass úr steinefnaríkum mýrarjarðvegi á Íslandi“ (e: Low nitrous oxide fluxes from mineral affected peatland soils in Iceland). Höfundar greinarinnar eru þau: Jón Guðmundsson, Hlynur Óskarsson (Landbúnaðarháskóla Íslands), Elisabeth Jansen (Háskólanum á Hólum), Stefán Þór Kristinsson, Alexandra Kjeld og Eldar Máni Gíslason (EFLU). Um er að ræða niðurstöður umfangsmikilla rannsókna, stýrðum af sérfræðingum Landbúnaðarháskóla Íslands, sem fram fóru á um 4 ára tímabili á bæði óframræstum og framræstum mýrum í Borgarfirði.

Unnið við uppsetningu og sýnatöku.

Meginniðurstaða mælinganna er sú að frá framræstu landi á mælisvæðunum er losun hláturgass umtalsvert minni en ráðgjafarnefnd loftslagssamningsins (IPCC) mælir með að nota ef ekki liggja fyrir mælingar sem sýna annað. Að mati höfunda getur skýring á lítilli losun – miðað við sambærilegt land á okkar breiddargráðum – einkum legið í uppsöfnuðu áfoki og eldfjallaösku sem breytir eiginleikum jarðvegsins. Þessi steinefnaviðbót fyllir upp í stærri holrými jarðvegsins og sveiflur í vatnsinnihaldi jarðvegsins verða hægari, en vatnsinnihald og sér í lagi sveiflur á því getur ráðið miklu um myndun hláturgass í jarðvegi. Gosefni sem berast í jarðveginn hafa einnig þau áhrif að fosfór, sem er til staðar í jarðvegi, verður ekki eins aðgengilegur þeim örverum sem taka þátt í þeim fjölmörgu ferlum sem mynda hláturgasið. Hér eru því mögulega önnur ferli ríkjandi í framleiðslu á hláturgasi en annars staðar, þetta á þó eftir að rannsaka betur. Í þriðja lagi má nefna að í þó nokkrum tilvikum mældist upptaka á hláturgasi úr andrúmsloftinu. Það kann líka að stafa af breyttu vægi einstakra örveruferla. Sú upptaka vegur á móti losuninni þannig að heildarlosun verður minni.

Greinin er mikilvægur liður í að koma á framfæri niðurstöðum rannsókna á losun gróðurhúsalofttegunda frá votlendi á Íslandi til þess að hægt verði að bæta mat á losun frá framræstum mýrum sem og árangur endurheimtar.

Greinin er aðgengileg á netinu í gegnum hvar.is og á vef tímaritsins „Acriculture, Ecosystem & Environment“.

Taka skal fram að rannsóknin var staðbundin mæling á losun á hláturgasi. Það er síðan ákvörðun viðkomandi stofnana (Land og skógur og UST) hvort niðurstöður rannsóknarinnar séu teknar inn í losunarbókhald fyrir allt landið.

Í dag er í bókhaldinu stuðst við innlendar bráðabirgðaniðurstöður, sem sýna minni losun en kemur fram í þessari grein. Verði niðurstöður þessarar rannsóknar ekki teknar upp í landsbókhaldið má búast við því að styðjast þurfi í bókhaldinu við stuðla IPCC, sem eru verulega hærri en núverandi viðmið og niðurstöður þessarar rannsóknar.

Mælisvæði á framræstu óræktuðu svæði á Heggstöðum.

Vatns- og hitamælar í jarðvegi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...