Óðinshanar á votlendistjörn.
Óðinshanar á votlendistjörn.
Mynd / Iðunn Hauksdóttir
Á faglegum nótum 30. janúar 2025

Verndun votlendis

Höfundur: Bryndís Marteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Landi og skógi.

Samkvæmt lögum er eitt af verkefnum Lands og skógar að leiðbeina um vernd vistkerfa þ.m.t. vernd votlendis. Þessu verkefni sinnir stofnunin meðal annars með því að fræða um mikilvægi votlendis, líkt og gert verður í þessum pistli.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi og njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Það undirstrikar mikilvægi votlendis að fyrsti alþjóðasamningurinn um náttúruvernd og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, Ramsar-samningurinn, frá árinu 1971 (sem Ísland gerðist aðili að 1978), var um verndun og skynsamlega nýtingu votlendis. En hvers vegna að vernda votlendi?

Votlendi er mikilvægt búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra. Stór hluti fugla á Íslandi byggja afkomu sína að einhverju leyti á votlendi og þar eru oft mjög fjölbreyttar tegundir plantna og smádýra. Með því að vernda votlendi erum við því að vernda líffræðilega fjölbreytni.

Votlendi er einnig mikilvægt þar sem það geymir verulegan hluta kolefnisforða jarðar. Kolefni safnast fyrir í jarðvegi votlendis sem lífrænt efni vegna þess að þar eru aðstæður vatnsmettaðar og súrefnissnauðar. Aðstæður í votlendisjarðvegi eru því ekki hliðhollar rotverum og sá lífræni massi sem fellur til ár hvert, t.d. í formi sölnaðra plantna, brotnar ekki niður nema að hluta til, en safnast þess í stað upp. Mór, sem nýttur var sem eldsneyti hér á árum áður, og er enn nýttur víða í heiminum, er fenginn úr lífræna massa mýra. Verndun votlendis kemur því í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.

Votlendi bætir líka vatnsbúskap svæða og temprar vatnsflæði. Í miklum rigningum dregur votlendi til sín vatn eins og svampur en miðlar því frá sér í þurrkatíð. Þannig viðheldur það jöfnu rennsli í ám og lækjum sem er mikilvægt fyrir þær lífverur sem þar búa, minnkar hættu á flóðum, sveiflum í vatnsrennsli og jarðvegsrofi. Þau hamfaraflóð sem orðið hafa í heiminum á síðustu árum má mörg rekja til þess að votlendi er horfið og því ekkert til að tempra áhrif mikilla rigninga eða leysinga. Verndun votlendis getur því veitt vernd gegn náttúruvá og er mikilvæg aðlögunaraðgerð gegn loftslagsbreytingum.

Votlendi eru því ein af merkilegustu og mikilvægustu vistkerfum landsins og jarðarinnar í heild. Með því að endurheimta röskuð votlendi erum við að endurvekja þessi gæði sem óröskuð votlendi gefa okkur. Fjölmargar rannsóknir bæði innlendar og erlendar hafa sýnt að við endurheimt koma fuglarnir til baka, líffræðileg fjölbreytni eykst, vatnsgæði batna og það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. En vernd votlendis er samt alltaf besti kosturinn því að það tekur ansi langan tíma þar til að endurheimt votlendi verður jafn auðugt og óraskað.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...