Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Af vettvangi Bændasamtakana 3. maí 2024

Ábyrgð bænda í loftslagsmálum

Höfundur: Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Bera bændur ábyrgð á loftlagsmálum? Stutta svarið er að, allavega enn sem komið er, bera bændur ekki persónulega (það er þeirra rekstur) ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda, sem má rekja til starfsemi þeirra.

Hilmar Vilberg Gylfason.

Losun frá landbúnaði fellur undir þann hluta losunarbókhaldsins sem kallast Bein ábyrgð ríkja. Sú losun telst því vera á beina ábyrgð íslenska ríkisins. Þrátt fyrir að losunarbókhaldinu sé skipt í mismunandi flokka þá byggja markmiðin á alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að en með þeim höfum við sem þjóð undirgengist tilteknar skuldbindingar.

Alþjóðasamvinna í loftslagsmálum byggir þannig á Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), sem undirritaður var árið 1992. Markmið hans er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum og tryggja að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Á grundvelli loftslagssamningsins var Parísarsáttmálinn síðan gerður milli ríkja árið 2015. Markmið hans og megintilgangur er að halda hnattrænni hlýnun undir 2 °C og eins nálægt 1,5 °C og mögulegt er. Íslensk stjórnvöld, ásamt ESB og Noregi, settu sér í framhaldinu háleit markmið um 40% samdrátt í losun á tímabilinu 2021-2030, sé tekið mið af stöðunni árið 1990. Árið 2020 var svo ráin á Íslandi hækkuð úr 40% í 55% eða meira.

Kröfurnar til bænda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda byggja því bæði á alþjóðaskuldbindingum íslenska ríkisins og nánar útfærðum markmiðumsemÍslandhefursettsér. Regluverkið í kringum loftslagsmálin hefur verið að tútna út og má búast við því að þar bætist enn við, til dæmis þegar byrjað verður að innleiða regluverk um losun frá landi (LULUCF), árið 2026, en sú innleiðing getur haft mikil áhrif í landbúnaði.

Í mörgum atvinnugreinum er auðvelt að mæla losun gróðurhúsalofttegunda. Það er til dæmis auðvelt að mæla losun frá flugvélum og bílum þar sem stærstur hluti losunar stafar af brennslu jarðefnaeldsneytis. Málin eru aftur á móti talsvert flóknari í landbúnaði þar sem bændur vinna alla daga með lífræna ferla, hvort sem um er að ræða dýr eða plöntur.

Til þess að mæla stöðu og árangur í loftslagsmálum í landbúnaði þarf áreiðanleg gögn, en þar sem loftslagsmálin eru frekar ung fræðigrein eru rannsóknir oft með miklum skekkjumörkum, sem jafnvel telja í hundruðum prósenta í báðar áttir. Þess vegna eru ekki allir fræðimenn sammála um grundvallaratriði eins og hver sé losun frá lífsferli dýra og plantna. Skýr svör vantar við því hvort lífrænir ferlar í landbúnaði séu með neikvæða losun, séu í eðli sínu hringrás sem bindi jafnmikið og þeir losi eða bindi jafnvel meira en þeir losi. Rannsóknir þarf líka að gera við íslenskar aðstæður sem taka mið af veðurfari og öðrum þáttum.

Í allri umræðu um loftslagsmál eiga bændur að bera höfuðið hátt. Flestir eru sammála um að betri nýting á áburðarefnum, meiri afurðir eftir hvern grip, bætt jarðrækt og ný tækni minnki losun. Bændur hafa kerfisbundið unnið að þessum markmiðum með góðum árangri í yfir 50 ár. Þessum ávinningi þurfa bændur að halda á lofti gagnvart þeim kröfum sem stjórnvöld gera á atvinnugreinina í loftslagsmálum á komandi árum og áratugum.

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...