Þau Pálmi Ragnarsson, Elín Rannveig Líndal og Sólrún Ylfa Backman í
hlutverkum sínum.
Þau Pálmi Ragnarsson, Elín Rannveig Líndal og Sólrún Ylfa Backman í hlutverkum sínum.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, setur nú á svið leikritið Ferðina á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur.

Þetta er ævintýraleg saga þriggja vina sem þurfa að koma verndargripnum Geislaglóð til álfaprinsessunnar svo álfarnir leggist ekki í hundrað ára dvala. Þremenningarnir ganga á fjallið Heimsenda til að finna prinsessuna en verkefnið er eingöngu hægt að framkvæma á ákveðnum tíma við sérstakt sólarlag.

Hér er „gamla konan“, hún Maríanna Þorgrímsdóttir.
Unga fólkið afar virkt

Sigurður Líndal sér um leikstjórn eins og áður og segir Eva að skemmtilegt sé að fylgjast með krökkunum sem léku hjá þeim fyrir tveimur árum í verkinu Dýrið og Blíða. Nú séu þau mörg hver komin í aðalhlutverk, en alls standa 14 leikarar á sviðinu frá tíu ára til fimmtugs sem skipta með sér hlutverkum. „Unga fólkið hjá okkur er mjög virkt, hluti þeirra er m.a. að læra dans á Hvammstanga og á leið til Spánar í keppnisferð. Bara það að hafa þetta í boði, leiklist og dans, það breytir svo miklu fyrir samfélagið í heild. Svo gefur þetta unga fólkinu byr undir báða vængi til að halda áfram á þessari braut,“ segir Eva. Hún segir frá ungum manni sem var í einu aðalhlutverkanna fyrir tveimur árum, fór í leiklistarskóla hjá Bandalagi íslenskra leikara sl. sumar þar sem hann stóð sig gífurlega vel og stefnir nú á nám í Kvikmyndaskólanum í haust. „Þetta er strákur sem á pottþétt eftir að fara mjög langt á sviði. Áhugaleikhúsin eru svo stór þáttur, sérstaklega í minni samfélögum og svo gaman að sjá hvernig fólk oft virkjar hjá sér leynda hæfileika, hvort sem er á sviðinu eða í undirbúningi.

Viljum halda starfseminni lifandi

Eva segir að á meðan leikrit séu sýnd á tveggja ára fresti séu þau í leikfélaginu iðin við að halda námskeið, „open mic“ og annað. „Við vinnum að þessu markvisst því við viljum halda starfseminni lifandi eftir fremsta megni. Þetta hefur svo góð áhrif á alla sem taka þátt og ekki allir sem eru að æfa fótbolta eða aðrar íþróttir. Áhugaleikhúsin eru þroskandi á svo margan hátt, t.a.m. að þurfa að umgangast eldra fólk, standa og tala hátt og skýrt á sviðinu, það er agi að vera í leiklistinni, enda þýðir lítið að skrópa í stórum hóp þar sem allir þurfa að vera samstilltir,“ segir Eva að lokum og vill hvetja sem flesta til að reyna fyrir sér á sviði – eða á bak við það þar sem ærinn starfi er í gangi.

Frumsýnt verður í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 3. apríl klukkan 19 og þrjár sýningar í framhaldi af því, föstudag kl. 20, sunnudag kl. 14 og þriðjudaginn 8. er svo lokasýning klukkan 17. Miðaverð er kr. 4.000 og má panta miða í síma milli klukkan 16–20 hjá Erlu 825 1133 eða Evu 695 9168, í gegnum Facebooksíðu leikhússins eða á netfanginu leikfelagblonduoss@gmail.com.

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...

Færeysku öldungarnir átu Íslendingana
Líf og starf 31. mars 2025

Færeysku öldungarnir átu Íslendingana

Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi staðið sig vel á Norðurlandamóti ö...

Með frumskóg lífsins í huga
Líf og starf 27. mars 2025

Með frumskóg lífsins í huga

Frásagnatöfrarnir finnast í pennum fólks víða um land og ekki síst þeirra sem al...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...