Kjói
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn sem er allur miklu stærri og þreknari. Kjóinn er aftur á móti minni og allur fíngerðari. Tvö litbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er aldökkur og að mestu móbrúnn en fuglinn sem er á myndinni er dæmi um ljósan kjóa. Eitt af helstu einkennum hans eru langar, oddhvassar miðfjaðrir í stélinu sem sjást vel á myndinni. Kjói er með langa vængi, rennilegan búk og er afar flugfimur. Hann hefur lært að nýta sér þessa flugfimi til að ræna æti frá öðrum fuglum. Hann eltir uppi kríur, ritur, lunda og fýl og þreytir þá þangað til þeir neyðast til að sleppa ætinu sem þeir hafa. Kjóinn nær þá að grípa ætið, jafnvel á flugi. Kjói er útbreiddur um allt land frá fjöru til fjalls og inn á hálendi. Varpsvæði hans eru því nokkuð fjölbreytt. Þótt hreiðrið sjálft sé lítilfjörlegt – dæld í jörðinni – þá verpa þeir í votlendi, móum, söndum og hálendisvinjum. Hér á Íslandi er hann farfugl en varpheimkynni hans eru ekki bara á Íslandi heldur allt umhverfis norðurheimskautið og Norður-Atlantshafið. Þegar haustar færir hann sig síðan sunnan megin við miðbaug þar sem hann dvelur á Suður-Atlantshafinu.

Skylt efni: fuglinn

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...