Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Mynd / Bára Másdóttir
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa fyrir félaga sína.

„Okkur finnst mjög gaman að geta gert þetta. Það er eitt af markmiðum félagsins að styðja við hrossarækt í sveitinni og okkur finnst þetta kjörin leið,“ segir Guðríður Eva Þórarinsdóttir, formaður félagsins, sem telur um sjötíu meðlimi.

Niðurgreiðslan nemur tíu þúsund krónum á hvern hest sem mætti til fullnaðardóms árið 2024. Hrossið þarf að hafa verið ræktað af og í eigu félagsmanns þegar það var sýnt.

„Skráningargjöld á kynbótasýningum hafa hækkað mjög mikið og hratt á undanförnum árum. Í sumar kostaði til dæmis 40.675 krónur að fara með hross í fullnaðardóm. Það eru ekki mörg ár síðan það var á bilinu 25–28.000 krónur, svo með þessu tekst okkur eitthvað að koma til móts við þessa hækkun. Við vonumst til þess að félagar okkar verði áfram duglegir að mæta með hross í dóm,“ segir Guðríður.

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...

Skilyrði til landbúnaðar versna
Fréttir 25. október 2024

Skilyrði til landbúnaðar versna

Miklar áhyggjur eru af neikvæðum breytingum á hafstraumum Atlantshafsins. Kuldap...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til ...

Vinna á lokametrunum
Fréttir 24. október 2024

Vinna á lokametrunum

Vinna verðlagsnefndar búvöru við uppfærslu á verðlagsgrunni kúabús stendur enn y...

Kartöflubirgðir litlar í landinu
Fréttir 24. október 2024

Kartöflubirgðir litlar í landinu

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði var uppskerubrestur hjá kartöflubænd...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 24. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Landbúnaður settur í biðstöðu
Fréttir 24. október 2024

Landbúnaður settur í biðstöðu

Lítt verður aðhafst í landbúnaðarmálum af hendi stjórnvalda fram yfir kosningar....