Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Fréttir 10. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landnýtingarhluta landbúnaðar.

Við útreikninga á þessum hluta í losunarbókhaldi Íslands hefur verið stuðst við rannsóknir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins frá 1975, en nú hafa matvælaráðu- neytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ákveðið að ráðist
verði í endurmat á þessari losun.

„Landgræðslan hefur nú gert samning við ráðuneytin um að halda utan um vinnu við að meta losun frá ræktarlandi og við erum að hefja viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands um kaup á nauðsynlegri rannsóknavinnu af þeim.

Samningurinn gerir ráð fyrir rannsóknum sem standa munu yfir í þrjú ár því það er nauðsynlegt til að fá upplýsingar sem eru marktækar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eru í dag nýttar til að áætla losun frá 55 prósentum alls ræktarlands Íslands, sem er metið um eitt prósent af heildarflatarmáli Íslands. Í umfjöllun ráðuneytanna um verkefnið fram undan kemur fram að talsverður breytileiki sé í losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landflokkum og landsvæðum. Nýlegar rannsóknir bendi til að þörf sé á að endurmeta stuðla sem notaðir hafa verið um þessa losun og bindingu frá ólíkum svæðum.

Ráðuneytin hafa unnið í sameiningu að undirbúningi verkefnisins og er gert ráð fyrir fyrstu niðurstöðum árið 2024, en lokaniðurstöðum í árslok 2026.

Ólíkt íslenskum landbúnaði er landnýtingarhluti hans – og skógræktin – ekki á beinni ábyrgð Íslands í losunarbókhaldinu gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...