Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, tekur við Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti úr höndum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, tekur við Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti úr höndum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Mynd / Stjr.
Fréttir 14. október 2024

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru, 16. september. Hann hefur áhyggjur af afdrifum sjófugla og mófugla á Íslandi.

Jóhann Óli er meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim.

„Helstu og stórtækustu breytingar sem ég hef séð á fuglalífinu er tvímælalaust fækkun sjófugla, fækkun sem hefur verið svo mikil að hrun hefur orðið í sumum stofnunum,“ segir Jóhann Óli, inntur eftir hvaða breytingar hann hafi einkum séð á fuglalífi hérlendis yfir árin.

„Þetta á við langflesta sjófugla við landið,“ heldur hann áfram. „Sem dæmi, þá hefur stuttnefju fækkað um meira en helming, skúmur er nær horfinn, vegna fæðuskorts og svo hjálpaði fuglaflensan ekki til; skúmurinn er ásamt lundanum nú í hæsta flokki íslenska válistans, tegund í bráðri hættu. Hrun í sandasílastofninum kringum 2005 hafði mikil áhrif á flesta sjófuglastofna. Hrunið var af völdum hlýnunar sjávar í kjölfar loftslagsbreytinga. Eitthvað virðist sílið þó vonandi vera að rétta úr kútnum aftur,“ segir hann.

Berum ábyrgð á mófuglum

Nýjar tegundir hafa, að sögn Jóhanns Óla, verið að nema land, en það eru mest skógarfuglar, sem finnast í stórum stofnum í Evrópu. Einnig tegundir eins og brandönd og fjallkjói, sem eru víðernisfuglar.

„Talandi um skógarfugla, þá berum við Íslendingar ábyrgð á stórum stofnum mófugla, sumar tegundir mófugla eru hvergi í veröldinni algengari en á Íslandi,“ útskýrir hann. Um 85% allra mófugla verpi á láglendi landsins og landnotkun þar ráði framtíð mófuglastofna.

„Hér verpa til dæmis 52 prósent allra heiðlóa í heiminum og 31 prósent spóa. Íslenski jaðrakaninn er sérstök undirtegund, sem gæti orðið sérstök tegund á næstu árum. Svo mætti lengi telja. Þess vegna er ég uggandi vegna mikilla og stórtækra áforma um skógrækt á láglendi, jafnvel í grónu landi þar sem mófuglarnir verpa og menn eru jafnvel að ræsa fram mýrar til að rækta skóg. Enn er meira ræst fram af votlendi árlega en er endurheimt.

Mófuglarnir vilja ekki verpa í skógi og helst ekki nærri honum. Allar breytingar á búsvæðum fugla hafa slæm áhrif á þá og fækka þeim, hvort sem það eru stórkarlalegar áætlanir um virkjanir, vegagerð eða skógrækt,“ segir Jóhann Óli og bætir við að allar áætlanir um slíkt þurfi að gera í nánu samráði við fræðimenn á sviði náttúrufræða.

„Útivistarskógar eru yndislegir en einhæfir viðarskógar ekki. Fyrrverandi umhverfisráðherra og reyndar sá fyrsti, Júlíus Sólnes, sagði í útvarpsþætti fyrir stuttu að miklu nær væri að setja fé í skógrækt í hitabeltinu, það bindi miklum mun meira kolefni en skógrækt hér á norðurhjara. Til að draga þetta saman eru það loftslagsbreytingar, sem við berum ábyrgð á og svo röskun á búsvæðum fugla, sem ég tel vera helstu ógnina við íslenskt fuglalíf,“ segir hann jafnframt.

Ötull fyrir hönd fuglanna

Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, en sú bók hefur komið út í um 50.000 eintökum á þremur tungumálum. Hann hefur ritað og myndað í Árbækur Ferðafélagsins. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum.

Þá hefur Jóhann Óli barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum.

Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og eingöngu fengist við störf tengd fuglum síðustu þrjá áratugi; rannsóknir, kennslu, leiðsögn fyrir fuglaskoðara og fuglaljósmyndara o.fl. Hann er gagnkunnugur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða og mynda fugla.

Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim, m.a. birst á frímerkjum og peningaseðlum. Hann sat í stjórn Fuglaverndar í 35 ár og var formaður félagsins í 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent.

Skylt efni: sjófuglar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...