Líkanmynd úr skýrslu Eflu sem unnin var fyrir framkvæmdaaðila. Hér sjást
áætluð bryggja, brimvarnargarður og geymslusvæði uppi á landi. Horft er í
norðvestur og Mýrdalsjökull sést í fjarska.
Líkanmynd úr skýrslu Eflu sem unnin var fyrir framkvæmdaaðila. Hér sjást áætluð bryggja, brimvarnargarður og geymslusvæði uppi á landi. Horft er í norðvestur og Mýrdalsjökull sést í fjarska.
Mynd / Efla
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á austanverðum Mýrdalssandi. Matsáætlun framkvæmdaaðila hefur verið lögð fyrir skipulagsstofnun.

Bryggjan er hugsuð til flutnings á efni úr námum á Háöldu við Hafursey. Viðlegukanturinn á að geta tekið á móti skipum sem eru stærri en 1.350 tonn. Gert er ráð fyrir mjórri rörabryggju sem nær tvo kílómetra út í sjó og 200 metra viðlegukanti við enda hennar. Utan við bryggjuna þyrfti að gera eins kílómetra langan varnargarð til að skýla fyrir öldugangi, enda svæðið fyrir opnu hafi. Áætluð efnistaka á Mýrdalssandi er 146 milljónir rúmmetrar og mun það nýtast við sementframleiðslu á meginlandi Evrópu. Fyrri áætlanir miðuðu að því að flytja efnið landleiðina að höfninni í Þorlákshöfn, en mættu þær mikilli andstöðu. Alviðruhamar er tólf kílómetra vestan við ósa Kúðafljóts og suðvestan við Álftaver. Í skýrslu framkvæmdaaðila kemur fram að það sé einn af fáum stöðum við suðurströndina þar sem fast berg nær nánast alla leið til sjávar. Framkvæmdaaðilar segja tvo kosti koma til greina við að flytja efnið frá námunni að bryggjunni. Annað hvort verður að flytja það með færibandi yfir sandinn eða með vörubílum á sextán kílómetra löngum vinnuvegi. Í báðum tilvikum þyrfti að gera göng undir þjóðveg 1. 

Með stuttri flutningsleið og sérhannaðri bryggju er áætlað að útflutningur á efni geti verið allt að fimm milljónir tonna á ári sem þýðir að efni námunnar mun endast í þrjátíu ár. Fyrri áform um þjóðvegaflutning til Þorlákshafnar gáfu eingöngu færi á að flytja 500 þúsund tonn á ári. Opið er fyrir athugasemdir í skipulagsgátt til 16. apríl nk.

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...