Náttúrufegurð Sviss er samofin landbúnaðarstarfsemi þjóðarinnar, en bændum ber rík skylda til að vernda og varðveita vistkerfi landsins og landslagið. EndurspeglastþaðmeðalannarsístyrkjakerfilandbúnaðaríSviss.
Náttúrufegurð Sviss er samofin landbúnaðarstarfsemi þjóðarinnar, en bændum ber rík skylda til að vernda og varðveita vistkerfi landsins og landslagið. EndurspeglastþaðmeðalannarsístyrkjakerfilandbúnaðaríSviss.
Mynd / ghp
Fréttir 11. september 2024

Kosið um umdeilda tillögu í Sviss

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þann 22. september næstkomandi munu Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu sem varðar líffræðilega fjölbreytni vistkerfa. Tillagan er afar umdeild.

Í henni eru lagðar fram breytingar á stjórnarskrá sem fela í sér mun meiri vernd náttúrulegra búsvæða og vistkerfa og að ríkið leggi meira fjármagn til þess að stuðla að varðveitingu líffræðilegrar fjölbreytni innan Sviss.

Beint lýðræði ríkir þar í landi sem þýðir að íbúar geta kosið um öll mál sem koma á borð ríkisstjórnarinnar. Allir þegnar, 18 ára og eldri, geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og er þátttaka þjóðarinnar í ákvörðunum ríkisins því miklar.

Svissnesk vistkerfi eiga, líkt og í öllum löndum, undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga. Samkvæmt skýrslu svissnesku umhverfisstofnunarinnar frá árinu 2023 mun helmingi vistkerfa ógnað og tæplega 35% af plöntu-, dýra- og sveppategundum eru taldar í hættu. Miðillinn SWI greinir frá.

Of langt gengið eða of lítið gert?

Ef tillagan verður að lögum ber ríkinu og fylkjastjórnum skylda til að úthluta auknu landi og fjármagni til að standa vörð um og efla líffræðilegan fjölbreytileika. Tillagan inniheldur engar nákvæmar ráðstafanir eða fjárhagsleg áhrif hennar, en áætlað er að hún muni kosta hið opinbera í það minnsta 215 milljónir svissneskra franka, sem samsvarar um 34,5 milljörðum íslenskra króna.

Málshefjendur tillögunnar hafa varað við því að hnignun vistkerfisins yrði ríkinu mun dýrara enda grundvöllur lífs í landinu. Þeir sem eru á móti tillögunni eru hins vegar þeirrar skoðunar að hún gangi of langt, að hún muni gera um 30% landsvæðis að verndarsvæði sem muni hafa neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu landsins og að hún gangi gegn áformum um orkuframleiðslu.

Í fjölmiðlum er sagt að ríkisstjórnin deili áhyggjum málshefjenda um hnignandi vistkerfi en vari við að aðgerðirnar gangi of langt og gætu skapað verulega árekstra við bæði orku- og landbúnaðarstefnu landsins.

Höfundar tillögunnar eru nokkur náttúru- og umhverfissamtök í Sviss. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa stutt þau en svissnesku bændasamtökin og stjórnmálaflokkar á miðju og hægri vængnum hafa sett sig upp á móti tillögunni. Hún hefur ekki hlotið brautargengi innan þingsins sem mæla með því að þjóðin hafni henni.

Bændur fá borgað fyrir umhverfisvernd

Um helmingur landsvæðis í Sviss er helgaður landbúnaði og ber bændum rík skylda að vernda og varðveita vistkerfin og rómað landslagið sem laðar að sér fjölda ferðamanna ár hvert. Mikil áhersla er á að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegum vistkerfum og endurspeglast það meðal annars í styrkjakerfi landbúnaðar í Sviss.

Bændur lúta lögboðnum skyldum en einnig hafa þeir kost á að mæta valkvæðum aðgerðum í umhverfismálum til að hljóta hærri styrki. Hluti af því er vernd og uppbygging á náttúrulegum vistgerðum, sem geta verið allt frá því að halda villt engi með fjölbreyttum blómstrandi plöntum handa skordýrum til þess að hafa lítinn skógarlund innan í túnum sínum til að viðhalda búsvæðum hinna ýmsu skriðdýra.

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stun...

Vilja flýta innviðauppbyggingu
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfja...