Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fræskurður Lands og skógar í haust skilaði túnvingulsuppskeru í góðu meðallagi. Uppskera af melgresi er þó skv. upplýsingum stofnunarinnar fremur lítil.

„Að þessu sinni var melgresi eingöngu uppskorið á Mýrdals- sandi í nokkra daga. Ax er ekki mjög stórt og svo misstum við það að hluta í illviðri. Algengast er að fyrst sé skorið í Landeyjum, svo á Mýrdalssandi og stöku sinnum endað í Þingeyjarsýslum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá stofnuninni.

Hann segir nákvæmar magn- og gæðatölur ekki liggja fyrir fyrr en líður á vetur og fræhreinsun lýkur.

Meginhlutverk fræverkunarstöðvar Lands og skógar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Tvær tegundir eru í framleiðslu: melgresi (Leymus arenarius) og túnvingull (Festuca richardsonii). Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Þegar fræið er komið í hús er það þurrkað og hreinsað.

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...