Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Skógræktarfélag Íslands
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins.

Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf orðin hérlendis.

Tréð er í Varmahlíð í Skagafirði oger13,9máhæðog30,5 cm að þvermáli í brjósthæð manns. Það heyrir undir lögsögu Skógræktarfélags Skagfirðinga. Var félaginu afhent viðurkenningarskjal sem eiganda trésins og skilti sem markar tréð afhjúpað. Skógræktarfélag Íslands útnefnir tré ársins á hverju ári og er tilgangur þess að beina sjónum almennings að því starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Jafnframt að benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa á Íslandi. Lambhagi er bakhjarl verkefnisins.

Skylt efni: tré ársins

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...