Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Telja þau að umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þurfi að taka mið af þeirri sérstöðu að þar undir sé frumframleiðsla matvæla og timburs, meðal annars.

Samtökin leggja áherslu á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla sem hafi beina tengingu við skyldur Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda.

Áhrif á afkomu bænda

Bent er á að íslenskir bændur eigi í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafi skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði hafi skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda.

Þessar aðgerðir hafi einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum og hafa Bændasamtökin reiknað út að frá 2005 til 2021hafi náðst tæplega 30 prósent samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs.

Bændasamtökin gera ekki athugasemdir við einstakar aðgerðir í aðgerðaáætluninni. Þau leggja áherslu á að landbúnaðurinn takist óhræddur á við þær áskoranir sem felast í loftslagsmálum.

Mikilvægt sé að fjármögnun aðgerða taki mið af þeim áhrifum sem þær kunna að hafa á afkomu bænda.

Ræktunarland aðgengilegt áfram sem slíkt

Samtökin sjá mikil tækifæri í því að auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Mikilvægt sé að á bak við slíkar aðgerðir séu sannprófaðar aðferðir. Bent er á skógrækt sem þekkta leið til þess. Dæmin sanni að mikil þörf sé fyrir aðkomu stjórnvalda að þeim málaflokki, ekki síst hvað varðar skipulagsmál, enda mikil tækifæri fólgin í skógrækt sem og landgræðslu á rýrum svæðum.

Leggja þau áherslu á að allar aðgerðir, svo sem ræktun skóga og endurheimt votlendis, séu unnar í sátt við matvælaframleiðslu og miðist að því að ræktunarland verði áfram aðgengilegt sem slíkt.

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Gott fræár í birkinu
Fréttir 15. október 2024

Gott fræár í birkinu

Söfnun birkifræs hefur gengið ágætlega þetta haustið og víðast talsvert af fræi.

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó
Fréttir 15. október 2024

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó

Hópur matgæðinga á vegum Slow Food Reykjavík hélt til Tórínó á dögunum til að ta...

Fagurt heim að líta
Fréttir 15. október 2024

Fagurt heim að líta

Stóru-Akrar 2 liggja við þjóðbraut í Skagafirði. Býlið fékk umhverfisverðlaun Sk...

Ýtt undir nýliðun
Fréttir 15. október 2024

Ýtt undir nýliðun

Ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði er enn til umfjöllunar í þingsályktunartil...

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland
Fréttir 14. október 2024

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, hlaut Náttúruverndarv...

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika
Fréttir 14. október 2024

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika

Kúabændur á Suðurlandi komu til fundar í Reykholti í Bláskóga- byggð 1. október ...

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent
Fréttir 14. október 2024

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent

Samfélagslosun, sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, dróst saman um 2,8...