Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Telja þau að umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þurfi að taka mið af þeirri sérstöðu að þar undir sé frumframleiðsla matvæla og timburs, meðal annars.

Samtökin leggja áherslu á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla sem hafi beina tengingu við skyldur Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda.

Áhrif á afkomu bænda

Bent er á að íslenskir bændur eigi í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafi skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði hafi skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda.

Þessar aðgerðir hafi einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum og hafa Bændasamtökin reiknað út að frá 2005 til 2021hafi náðst tæplega 30 prósent samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs.

Bændasamtökin gera ekki athugasemdir við einstakar aðgerðir í aðgerðaáætluninni. Þau leggja áherslu á að landbúnaðurinn takist óhræddur á við þær áskoranir sem felast í loftslagsmálum.

Mikilvægt sé að fjármögnun aðgerða taki mið af þeim áhrifum sem þær kunna að hafa á afkomu bænda.

Ræktunarland aðgengilegt áfram sem slíkt

Samtökin sjá mikil tækifæri í því að auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Mikilvægt sé að á bak við slíkar aðgerðir séu sannprófaðar aðferðir. Bent er á skógrækt sem þekkta leið til þess. Dæmin sanni að mikil þörf sé fyrir aðkomu stjórnvalda að þeim málaflokki, ekki síst hvað varðar skipulagsmál, enda mikil tækifæri fólgin í skógrækt sem og landgræðslu á rýrum svæðum.

Leggja þau áherslu á að allar aðgerðir, svo sem ræktun skóga og endurheimt votlendis, séu unnar í sátt við matvælaframleiðslu og miðist að því að ræktunarland verði áfram aðgengilegt sem slíkt.

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...