Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðuneytinu er uppfærsla á Kjötbókinni.

Það er Matís sem fær stuðninginn, enda eigandi og útgefandi bókarinnar. Óli Þór Hilmarsson er ritstjóri og segir hann að fjármagnið verði nýtt til að uppfæra efni bókarinnar, einkum lambakjötskaflann.

„Það sem þarf að gera er að uppfæra allar töflur um lambakjöt sem eru undir „ítarefni- mælingar“. Þetta eru upplýsingar sem fallið hafa til úr rannsóknum undanfarinna ára. Það verða teknar inn nýlegar upplýsingar úr skýrslu um efnainnihald lambakjöts; hlutfall kjöts, fitu og beina meðal annars,“ segir Óli. Hann segir að ýmsu þurfi líka að breyta í vefumsjónarkerfinu en Kjötbókin er aðgengileg á rafrænu formi á slóðinni kjotbokin.is.

Óli reiknar með að vinna fari af stað á næstu dögum og að uppfærslunni verði lokið fyrir haustið. „Við notum tækifærið og yfirförum alla þætti kaflans og bætum við upplýsingum um vörur,“ segir hann, en Kjötbókin varð 30 ára á síðasta ári. 

„Það sem mun strax sjást af breytingum verða nýjustu uppfærslur á næringartöflum einstakra stykkja sem og nýtingartölum eftir kjötmatsgæðaflokkum. Trúlega bætum við upplýsingum um nýjar afurðir sem ekki eru í bókinni núna en það eru vörur sem komnar eru á markað í dag en voru ekki fyrir 15 árum.“

Skylt efni: Kjötbókin

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...