Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Meltingarsjokk vegna brennisteinsúrfellis
Skoðun 17. júlí 2015

Meltingarsjokk vegna brennisteinsúrfellis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands telur að ærdauðinn í vetur og vor geti stafað af meltingarsjokki vegna brennisteinsúrfellinga úr Holuhrauni. Regn losaði brennistein úr gosmekkinum yfir Norður- og Vesturlandi.

Um 4.660 kindur létust í vetur og vor án þess að viðhlítandi skýring hafi fundist og ýmsar skýringar á ærdauðanum hafa verið settar fram. Talað hefur verið um að dauðinn stafi af völdum sjúkdóms, lélegs fóðurs eða að féð hafi verið rúið of snemma og veturinn kaldur. Einnig er talið að um samverkandi þætti geti verið að ræða.

Jónas Elíasson, rannsóknar­prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, telur mögulegt að ærdauðinn stafi af meltingarsjokki hjá ám vegna brennisteinsúrfellinga úr gosefnum úr Holuhrauni.

Jónas er félagi í alþjóðlegum samtökum um rannsóknir á gosösku úr lofti. Meðlimir samtakanna mældu gosösku, brennistein og önnur efni sem komu frá eldstöðvunum í Holuhrauni eins og Bændablaðið hefur greint frá. Þar er fjallað um líkan sem má nota til að reikna hvar brennisteinninn féll, og rannsaka fylgni milli brennisteinsúrfellisins og ærdauðans.

Hann segir að erfiðustu aðstæðurnar fyrir ærnar séu þegar beitilandið er að koma undan snjó og brennisteinninn í snjónum verður eftir á grasinu. Þegar landið skolast svo í úrkomu sem ekki inniheldur brennistein, hverfur hann smám saman. Því mun hann varla finnast nú þótt eftir honum sé leitað.

Til að mæta þessari hættu hefði þurft að taka sýni úr úrkomu og jarðvegi, og ekki hleypa lambfé á mengað beitiland fyrr en mengunin er horfin.

Fóstrið og mjólkin gengur fyrir

„Magnið af brennisteini sem fé innbyrti er ekki nægjanlegt til að valda eitrun en samt nóg til að setja meltingu þess og næringarefnaupptöku úr skorðum og valda næringarskorti þannig að féð deyr úr hor þrátt fyrir að hafa nóg hey.

Fari næringarefnaupptaka lembdra áa úr skorðum gengur þroski lamba í móðurkviði eða framleiðsla mjólkurinnar eftir burð fyrir í líkamsstarfsemi ærinnar og það getur dregið hana til dauða.“

Brennisteinn úr Holuhrauni

Jónas segir að úrkoma hreinsi brennistein og önnur aðskotaefni úr loftinu. Einkum er snjókoma mikilvirk hreinsun. Svo virðist sem ærdauðinn sé á svæðum þar sem gosmökkurinn frá Holuhrauni fór yfir landið með úrkomuátt.

„Menn hafa hafnað þessari tilgátu á þeim forsendum að fé sem var næst gosstöðvunum hafi sloppið. Slíkt fellur samt ágætlega að hugmyndinni því Austurland er næst gosstöðvunum og fær gosmökkinn til sín í vestanátt og eins og allir vita rignir ekki í vestanátt á Austfjörðum. Hins vegar rignir á Norður- og Vesturlandi í austanátt. Það svæði fékk mökkinn yfir sig með úrkomuátt og þar er ærdauðinn mestur.“

Skylt efni: Skoðun | ærdauðinn | holuhraun

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...