Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni
Fréttir 6. ágúst 2021

Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa mörg lönd innan Evrópusambandsins orðið vör við að ákveðnar framleiðslulotur af aukefninu karóbgúmmí (E 410) hafa reynst mengaðar af etýlenoxíði sem er ólöglegt varnarefni. Matvæli sem innihalda mengað karóbgúmmí ber að taka af markaði.

Upplýsingarnar hafa borist Matvælastofnun með RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna fyrir matvæli og fóður. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríki ESB hafa lagt fram sameiginlegar leiðbeiningar um hvernig meðhöndla skuli matvæli sem innihalda þessi efni  á samræmdan hátt.

Matvælastofnun hefur haft samband við fyrirtæki og eftirlitsaðila sem málið snertir. Vinna er hafin við að finna þessar vörur og taka af markaði. Efnið er m.a. notað í ís, unnar kjötvörur og sósur. Matvælafyrirtæki sem nota karóbgúmmí í framleiðslu sína eru hvött til að kanna það hjá birgja hvort efnið sé öruggt.

Etýlenoxíð hefur ekki bráða eiturvirkni í litlu magni, eins og hér um ræðir, en langvarandi neysla getur haft skaðleg áhrif á heilsu. Efnið er notað sem varnarefni í ákveðnum heimshlutum, til dæmis til að sótthreinsa fræ og krydd. Ekki er leyfilegt að nota etýlenoxíð við matvælaframleiðslu innan ESB, né setja á markað matvæli sem innihalda það.

Samkvæmt samræmdum leiðbeiningum á að innkalla allar vörur sem  geta innihaldið þetta mengaða efni. Þessar ráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir en aðgerðirnar eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi neytenda.  Matvælafyrirtæki sem hafa fengið tilkynningu um að mengað karóbgúmmi hafi verið notað í matvæli sem þau dreifa ber að stöðva dreifingu þeirra, taka þau af markaði og innkalla frá neytendum.  Tilkynna skal slíkar aðgerðir til eftirlitsaðila fyrirtækisins.

Á síðasta ári var töluvert um innkallanir á vörum sem innhéldu sesamfræ sem innihélt þetta ólöglega varnarefni.

Ítarefni:

Skylt efni: Mast matvæli

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.