Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Mynd / H2X
Fréttir 16. desember 2020

Ástralir hyggjast hefja framleiðslu á vetnisknúnum jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ástralska fyrirtækið H2X kynnti í sumar þau metnaðarfullu markmið að koma í framleiðslu jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum sem búin verði vetnis-efnarafölum sem knýja rafmótora. 

Fyrirtækið hefur þegar smíðað frumgerð jeppa eða jepplings sem heitir Snowy og er með 60 kW vetnis-efnarafal og með heildarafl drifbúnaðar upp á 190 kW, eða sem samsvarar 255 hestöflum. Það eru þó ekki bara fólksbílar sem menn hafa áhuga á að framleiða hjá H2X, því hugur eigenda stefnir líka á hönnun á þungum ökutækjum eins og trukkum, rútum og jafnvel dráttarvélum. Til að knýja þessi stóru tæki verða efnarafalar upp á 300 til 550 kW. Ráðgera forsvarsmenn H2X að framleiðsla geti hafist í júlí 2021. 

Ef allt gengur upp mun H2X verða fyrsta fyrirtækið til að framleiða dráttarvél á ástralskri grundu síðan 1986 þegar International Harvester lokaði  dráttarvéla-verksmiðju sinni í Geeloc, Victoríuríki.

Höfuðstöðvar H2X verða í Port Kembal nærri Wollongong, en þar er einmitt staðsett vetnisverksmiðja. 

Yfirmenn H2X eru síður en svo nýgræðingar í bílaframleiðsluheiminum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heitir Brendan Norman, en lykilmaður og hönnuður með honum er Chris Reitz, sem starfað hefur m.a. með Audi, VW, Nissan og Fiat. Hönnuður drifbúnaðarins er Peter Zienau, sem starfað hefur með General Motors. Tæknistjórinn er Ian Thompson, sem á sinn bakgrunn í bílaiðnaði hjá Lotus og Aston Martin. Þá sér Alan Marder um stefnumörkun fyrirtækisins, en hann starfaði áður hjá Toyota.

Frumgerð af vetnisknúna jepplingnum Snowy frá H2X í Ástralíu. 

Skylt efni: vetni | vetnisbílar

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...