Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Fréttir 28. apríl 2021

Átak verði gert í hnitsetningu landamerkja á starfssvæði BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill gangast fyrir átaki um hnitsetningu landamerkja á starfssvæði sínu með það að markmiði að landamerki allra bújarða innan vébanda BSE verði hnitsett fyrir árslok 2020. „Afar mikilvægt er að ekki ríki óvissa eða ágreiningur um landamerki bújarða,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi BSE á dögunum.

Landamerkjalýsingar eru til fyrir flest allar jarðir á Íslandi segir í greinargerð með tillögunni. Merkjalýsingar þessar voru að mestu leyti skráðar á síðustu tveimur áratugum 19. aldar í kjölfarið á settum lögum um landamerki nr. 5 frá árinu 1882. Landamerkjalýsingarnar sem hér er vitnað til ganga í daglegu tali almennt undir heitinu landamerkjabréf.

Má deila um hversu örugg heimildin er

Ný lög um landamerki nr. 41 tóku gildi árið 1919 og eru þau í fullu gildi. Í þeim er m.a. kveðið á um að landeiganda sé skylt að gera glöggva skrá um landamerki sé hún ekki tiltæk. Þrátt fyrir að landamerkjabréf hafi verið gerð fyrir flestar jarðir má deila um hversu glögg og örugg sú heimild er.

Í texta bréfanna er landamerkjum aðeins lýst með tilvísun í örnefni og kennileiti á jörðinni. Þrátt fyrir tilurð landmerkjabréfanna er vitneskja um rétt landamerki víða að tapast með brotthvarfi eldri kynslóða, og einnig er sú hætta fyrir hendi ef jarðir ganga kaupum og sölum.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.