Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Fréttir 30. ágúst 2021

Eiturefni af völdum sveppa nánast óþekkt í íslenskum höfrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í verkefninu Mannakorn, þar sem könnuð var uppskera á mismunandi yrkjum hafra, voru einnig gerðar mælingar á sveppaeiturefnum í höfrum úr tilraunum Jarðræktar­miðstöðvar­innar á Hvanneyri við Land­búnaðar­háskóla Íslands.

Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ á Hvanneyri, segir að ásamt uppskerumælingum hafi aðrir gæðaþættir verið metnir í verkefninu, meðal annars efnagreiningar og mælingar á sveppaeiturefnum framkvæmdum af MATÍS, sem eru alltaf mæld í ræktunum erlendis.

Mýkótoxín

„Sveppaeiturefni, öðru nafni mýkó­toxín, getur myndast í sumum myglu­sveppum í náttúr­unni eða fóðurgeymslum þegar umhverfis­aðstæður, einkum raki og hiti, eru fullnægjandi. Sveppaeiturefni eru aðskotaefni sem geta skaðað heilsu búfjár og fólks. Sum sveppaeiturefni eru mjög öflug eiturefni,“ segir Hrannar.

Mælingar voru gerðar á ellefu sveppaeiturefnum í sex sýnum og var aðeins eitt efnið í nægu magni til að það væri mælanlegt en það var langt undir hámarksgildi í reglugerð. Hrannar segir mjög athyglisverðar niðurstöður að tíu sveppaeiturefni hafi ekki verið mælanleg í sex hafrasýnum með nokkrum fjölda myglusveppa og einnig vegna þess að tími leið fram að þurrkun við lágan hita.

Hafra sáð til þroska

Hrannar segir að nokkrum mis­munandi hafrayrkjum hafi verið sáð til þroska í þremur tilraunum árið 2020. Uppskorið var um haustið og sýni tekin til frekari greininga.

„Niðurstöður úr uppskeru­mælingum og tengdum mældum eigin­leikum sýndu að talsverður breytileiki er á milli yrkja og í kjölfarið var flutt inn nýtt hafrayrki til ræktunar á Íslandi vorið 2021, það var finnska yrkið Perttu.

Vorið 2021 voru tilraunirnar endurteknar og stefnt er að skurði seinna í haust.

Tilraunirnar voru lagðar út á Hvanneyri og í Meðallandi. Ásamt því eru gerðar prófanir með hafra í Skagafirði en veðurblíðan sem leikið hefur um Norðlendinga í sumar hefur gert það að verkum að hafrarnir líta mjög vel út í Skagafirði og verða tilbúnir til þreskingar mikið fyrr en fyrir vestan á Hvanneyri. Áfram verður fylgst með sveppaeiturefnum í korni.“

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...