Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Fréttir 30. ágúst 2021

Eiturefni af völdum sveppa nánast óþekkt í íslenskum höfrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í verkefninu Mannakorn, þar sem könnuð var uppskera á mismunandi yrkjum hafra, voru einnig gerðar mælingar á sveppaeiturefnum í höfrum úr tilraunum Jarðræktar­miðstöðvar­innar á Hvanneyri við Land­búnaðar­háskóla Íslands.

Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ á Hvanneyri, segir að ásamt uppskerumælingum hafi aðrir gæðaþættir verið metnir í verkefninu, meðal annars efnagreiningar og mælingar á sveppaeiturefnum framkvæmdum af MATÍS, sem eru alltaf mæld í ræktunum erlendis.

Mýkótoxín

„Sveppaeiturefni, öðru nafni mýkó­toxín, getur myndast í sumum myglu­sveppum í náttúr­unni eða fóðurgeymslum þegar umhverfis­aðstæður, einkum raki og hiti, eru fullnægjandi. Sveppaeiturefni eru aðskotaefni sem geta skaðað heilsu búfjár og fólks. Sum sveppaeiturefni eru mjög öflug eiturefni,“ segir Hrannar.

Mælingar voru gerðar á ellefu sveppaeiturefnum í sex sýnum og var aðeins eitt efnið í nægu magni til að það væri mælanlegt en það var langt undir hámarksgildi í reglugerð. Hrannar segir mjög athyglisverðar niðurstöður að tíu sveppaeiturefni hafi ekki verið mælanleg í sex hafrasýnum með nokkrum fjölda myglusveppa og einnig vegna þess að tími leið fram að þurrkun við lágan hita.

Hafra sáð til þroska

Hrannar segir að nokkrum mis­munandi hafrayrkjum hafi verið sáð til þroska í þremur tilraunum árið 2020. Uppskorið var um haustið og sýni tekin til frekari greininga.

„Niðurstöður úr uppskeru­mælingum og tengdum mældum eigin­leikum sýndu að talsverður breytileiki er á milli yrkja og í kjölfarið var flutt inn nýtt hafrayrki til ræktunar á Íslandi vorið 2021, það var finnska yrkið Perttu.

Vorið 2021 voru tilraunirnar endurteknar og stefnt er að skurði seinna í haust.

Tilraunirnar voru lagðar út á Hvanneyri og í Meðallandi. Ásamt því eru gerðar prófanir með hafra í Skagafirði en veðurblíðan sem leikið hefur um Norðlendinga í sumar hefur gert það að verkum að hafrarnir líta mjög vel út í Skagafirði og verða tilbúnir til þreskingar mikið fyrr en fyrir vestan á Hvanneyri. Áfram verður fylgst með sveppaeiturefnum í korni.“

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.