Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hótel Saga, eða Bændahöllin, við Hagatorg í Reykjavík mun væntanlega innan tíðar hverfa úr eigu bænda sem hafa rekið þar hótel frá 1962, eða í 59 ár.
Hótel Saga, eða Bændahöllin, við Hagatorg í Reykjavík mun væntanlega innan tíðar hverfa úr eigu bænda sem hafa rekið þar hótel frá 1962, eða í 59 ár.
Mynd / HKr.
Fréttir 24. júní 2021

Fjárfestahópur áformar að reka áfram hótel í Bændahöllinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjárfestahópur, sem tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum, er í viðræðum við stjórn Bændahallarinnar um kaup á húseigninni. Ef að viðskiptin ganga í gegn mun hópurinn reka hótel í eigninni.

Bændablaðið sagði frá því í gær að stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Ís­lands, hefði samþykkt að hefja einka­­­­viðræður við hóp fjárfesta um sölu á fasteign sinni, Bænda­höllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur Hótel Sögu síðan 1962.

Fjárfestahópurinn tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaup­­in eftir áforma nýir eigendur áfram­haldandi rekstur hótels í fasteigninni, að því er segir í tilkynn­ingu samningsaðila sem undirrituð er af Sigurði Kára Kristjánssyni hæsta­réttarlögmanni. Hann var skipaður tilsjónarmaður með fjárhags­legri endurskipulagningu Bænda­hallarinnar, sem veitt var heimild til í júlí á síðasta sumri. Sú heimild rennur endanlega út þann 7. júlí næstkomandi svo ljóst er að viðræður við fjárfestahópinn miðast við að þeim verði lokið fyrir þann tíma.

Ekki í fyrsta sinn sem reynt er að selja hótelið

Áform um að selja Hótel Sögu eru ekki ný af nálinni og oft hafa bændur tekist á um slíkar hug­myndir. Alvara komst í þau mál í kjölfar rekstrarvanda sem fram kom í ársreikningi 2012. Var tilkynnt um það 19. nóvember 2014 að Hótel Saga væri til sölu. Sagt var að mikill áhugi fjárfesta væri á að kaupa þetta sögufræga hótel við Hagatorg. Frestur var til 16. janúar 2015 til að leggja fram skuldbindandi tilboð.

Hætt við sölu 2015

Bárust fjögur tilboð, en ekkert þeirra þótti nógu hagstætt. Var því hætt við söluna og taldi stjórnin hagstæðara að halda áfram rekstri hótelsins og ráðast í endurbætur á byggingunni.
Í kjölfar kostnaðarsamra endur­bóta á hótelbyggingunni skall á heimsfaraldur vegna Covid-19. Leiddi það ásamt rekstrarvanda til þess að Hótel Saga var sett í greiðslustöðvun og hótelrekstri lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Aftur samþykkt að hefja söluferli á síðasta Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi í mars 2021 var stjórn Bændasamtakanna veitt ný heimild til að ræða við áhugasama kaupendur og undirbúa sölu á Hótel Sögu. Margir hafa sýnt áhuga á að kaupa húsið og um tíma voru uppi hugmyndir um að ríkið keypti bygginguna fyrir starfsemi Háskóla Íslands. Af því hefur ekki orðið. Nú hillir hins vegar undir að skrifað verði undir kaup hóps fjárfesta á húsinu í byrjun júlí.

Stórmerkileg saga

Hótel Saga á merka sögu í hótelrekstri og menningarlífi Íslendinga. Hefur það verið vettvangur fjölmargra stórviðburða og jafnt erlendra og innlendra listamanna sem og stjórnmálamanna og þjóðar­leiðtoga í gegnum áratugina. Þá gistu þar meðal annarra fyrstu tunglfarar heimsbyggðarinnar þegar þeir stunduðu æfingar fyrir flug Appolo eldflauga NASA til tunglsins. Í þeim hópi voru Neil Armstrong og Buzz Aldrin, sem stigu fyrstir manna á yfirborð tunglsins þann 20. ágúst 1969.
Fyrsta skóflustunga að byggingu Hótel Sögu var tekin í júlí 1956, en hótelið var tekin í notkun 1962. Byggingu fyrri áfanga lauk þó ekki fyrr en 1965. Á áttunda áratug síðustu aldar var ákveðið að byggja sjö hæða byggingu við Bændahöllina að norðanverðu. Framkvæmdir við verkið hófust árið 1982 og lauk 1985.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.