Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur
Fréttir 5. febrúar 2021

Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins og í þessum fyrsta þætti taka þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur. En fáir vita það kannski, að sætar kartöflur eru í reynd ekki kartöflur!

Farið er yfir sögu plöntunnar, notkun hennar og umfang á heimsmarkaði ásamt því að svara tíðri spurningu: Er hægt að rækta sætuhnúða á Íslandi?

Hægt er að lesa grein Vilmundar um plöntuna hér.

Stefnan er svo að taka fyrir eina nytjaplöntu í hverju þætti og hvetjum við hlustendur til að lauma til þáttastjórnenda hugmyndum og spurningum. Hægt er að hafa samband við þau í gegnum netfangið floran@bondi.is

Hlustið á fyrsta þátt Flórunnar með því að smella hér.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.