Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur
Fréttir 5. febrúar 2021

Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins og í þessum fyrsta þætti taka þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur. En fáir vita það kannski, að sætar kartöflur eru í reynd ekki kartöflur!

Farið er yfir sögu plöntunnar, notkun hennar og umfang á heimsmarkaði ásamt því að svara tíðri spurningu: Er hægt að rækta sætuhnúða á Íslandi?

Hægt er að lesa grein Vilmundar um plöntuna hér.

Stefnan er svo að taka fyrir eina nytjaplöntu í hverju þætti og hvetjum við hlustendur til að lauma til þáttastjórnenda hugmyndum og spurningum. Hægt er að hafa samband við þau í gegnum netfangið floran@bondi.is

Hlustið á fyrsta þátt Flórunnar með því að smella hér.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...