Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nafngiftir kúnna
Á faglegum nótum 31. ágúst 2021

Nafngiftir kúnna

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt - mundi@rml.is

„Sól skín á fossa,“ segir hún Krossa.
„Hvar á að tjalda,“ segir hún Skjalda.
„Suður við ána,“ segir hún Grána.
„Rýkur á Eiði,“ segir hún Reyður.
„Hulin er þúfa,“ segir hún Húfa.
„Ég vil fjósið finna,“ segir hún Kinna.
„Ég skal töðuna tyggja,“ segir hún Friggja.
„Ég skal fylla mína hít,“ segir hún Hvít.
„Ég skal éta sjálfur,“ segir hann litli kálfur.
„Ég ét sem ég þoli,“ segir hann stóri boli.
„Ég skal aka Steinmóði til Staðar, ef hann getur ekki þagað.

Svo hljóðar gamla þulan, Nauta­mál á nýársnótt, er Steinmóður heyrði þegar kýrnar hófu mál sitt á nýársnótt en það er gömul þjóðtrú að þá tali kýrnar mannamál. Það er þó ekki hættulaust að liggja á hleri á þeirri stundu því samkvæmt þjóðsögum Jóns Árnasonar reyna kýrnar að æra þá sem það gera.

Á nýársnótt verða margir hlutir undarlegir. Það er eitt að kýr mæla þá mannamál og tala saman. Einu sinni lá maður úti í fjósi og á nýársnótt til þess að heyra hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá að ein kýrin segir: „Mál er að mæla (aðrir: mæra).“ Þá segir önnur: „Maður er í fjósi.“ „Hann skulum vér æra,“ segir þriðja kýrin. „Áður en kemur ljósið,“ segir hin fjórða. Frá þessu gat maðurinn sagt morguninn eftir, en ekki fleiru því kýrnar höfðu ært hann. (Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 609)

Hvort þetta er satt skal ósagt látið en hitt er víst að í þulunni koma fram nokkur gömul og góð kúaheiti.

Í gagnasafni nautgriparæktarinnar er að finna ýmis gögn og þar á meðal má finna nafngiftir gripa. Upplýsingum um nafngiftir íslenskra kúa er alla jafnan lítill gaumur gefinn en þó tók Jón Viðar Jónmundsson, þáverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, þessar upplýsingar saman árið 1995 og birti í 8. tölublaði Freys það ár. Þær upplýsingar náðu yfir fimm ára tímabil frá 1990 til 1995. Á þeim tíma var að finna um það bil 4.500 mismunandi nöfn á kúnum og þá reyndist Branda vera algengasta nafnið. Í bókinni Íslenska mjólkurkýrin eftir Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson sem gefin var út 2001 er að finna lista með kúanöfnum og fjölda. Án þess að það komi fram eru nöfnin og fjöldatölurnar án efa fengnar úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og líklegt að þar sé um að ræða gögn frá tíunda ártug síðustu aldar. Þar er nafnið Branda algengast.

Fyrir stuttu síðan tókum við saman samsvarandi upplýsingar en að þessu sinni til þeirra kúa sem nú eru á lífi. Þær, rétt um 25.400 kýr, bera nálægt 5.600 mismunandi nöfn en enn þann dag í dag gefur mikill meirihluti bænda kúm sínum nafn en lætur ekki númerin duga. Það má kalla góðan og gegnan sið íslenskra bænda að gefa búfé sínu nöfn sem sýnir að í þeirra huga skipar hver einstaklingur sérstakan sess. Nöfn gripanna eru oftar en ekki dregin af einkennum viðkomandi gripa og nafngiftirnar endurspegla því margt og segja ákveðna sögu.
Í töflu 1 má sjá algengustu nöfn núlifandi kúa eða þau sem 40 kýr eða fleiri bera. Við skoðun á þessum lista er áberandi hversu mörg algengustu nafnanna tengjast lit eða öðrum útlitseinkennum kúnna, eins og Rauðka, Skjalda, Stjarna, Gríma, Kola, Branda og svo mætti áfram telja. Það er í takti við það sem var árin 1995 og 2001 en þarna er að finna mörg sömu nöfn og voru algengust þá.

Mjög algengt er að nöfn kúnna séu tengd faðerni þeirra, það er að um sé að ræða beinar skírskotanir eða tilvísanir í nafn föður. Dæmi um þetta er að þriðjungur dætra Stráks 10011 bera nafnið Stelpa, um þriðjungur dætra Bolta 09017 bera nöfnin Ró eða Skrúfa og nálægt fjórðungur dætra Gusts 09003 bera nafnið Gola. Aðrar algengar tengingar af þeim toga eru Fossa undan Fossdal, Flauta og Fiðla undan Lúðri, Droplaug eða Dropa undan Dropa, Úlla undan Úlla og Bót undan Bæti svo nokkur dæmi séu tekin.

Í dætrahópi til dæmis Úranusar 10081 er að finna annars konar skírskotanir. Í þeim hópi er að finna nöfn eins og Venus og Pláneta og svo bera nokkrar nafn ömmu sinnar, það er Urður, auk þess sem nöfn tengd lit og einkennum eru áberandi. Þar má nefna Húfa, Gríma, Bauga og Gláma enda algengt að dætur Úranusar séu húfóttar, grímóttar, baugóttar eða glámóttar að lit, allt eftir málvenjum á hverju svæði fyrir sig.

Þegar skoðað er hvort nöfn kúnna eru landshluta- eða svæðabundin kemur í ljós að nokkur munur er milli svæða þó ekki sé hann mikill. Algengustu nöfnin eins og til dæmis Rauðka, Lukka, Skjalda og Stjarna finnast um allt land í svipuðum mæli. Nöfn sem segja má að séu svæðabundin eru fyrst og fremst bundin við Norður- eða Suðurland, einfaldlega vegna þess að þar er að finna meginþorra kúnna. Þau nöfn sem telja má „sunnlensk“ eru; Alfa, Arða, Brók, Bylgja, Depla, Dæla, Elja, Fíkja, Fold, Froða, Gata, Gloría, Hildur, Hlíð, Hrísla, Inga, Katla, Kóróna, Krafla, Krúna, Krækja, Leira, List, Lína, Lögg, Löpp, Nös, Ólína, Padda, Rauðbrá, Rauðskinna, Raun, Rist, Róla, Rólind, Súpa, Skerpla, Skrá, Skræpa, Sóldögg, Sókn, Spes, Staka, Stoð, Stroka, Stör, Sveifla, Sæunn, Sýning, Títla, Tunga, Úrsúla, Vinda, Völva, Æska og Ösp. Til „norðlenskra“ nafna má hins vegar telja nöfn eins og Agnes, Apríl, Billa, Bokka, Bredda, Brún, Dásemd, Gerpla, Gilitrutt, Glóð, Glæða, Gæska, Hjörð, Klöpp, Molda, Myrra, Nala, Nía, Perla, Príma, Sápa, Randalín, Ríma, Salka, Sessa, Snoppa, Snör og Tugga.

Athyglisvert er að bera þetta saman við lista Jóns Viðars yfir svæðisbundin nöfn frá 1995. Agnes, Brún og Molda eru nöfn sem enn eru fyrst og fremst bundin við Norðurland en notkun nafnsins Sæunn hefur flust frá Norðurlandi yfir á Suðurland samkvæmt þessu.

Breytingar á nafngiftum

Til þess að sjá hvort einhverjar breytingar hafa orðið á nafngiftum kúnna skoðuðum við nöfn kúa sem fæddar voru 2005, 2010 og 2015. Í töflu 2 er að finna 10 algengustu nöfn kúa fæddra 2005, 2010 og 2015 ár hvert, alls 22 nöfn. Þeim er raðað eftir hversu algeng þau voru í árgangi 2005 og innan sviga sést röð innan hvers árs.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...