Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Mynd / Unsplash - Joshua Hoehne
Fréttir 7. júlí 2021

Frumvarp um hringrásarhagkerfi samþykkt á Alþingi

Höfundur: smh

Á lokadögum Alþingis, rétt fyrir miðjan júní, var frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hringrásarhagkerfi samþykkt. Um innleiðingu Evróputilskipana er að ræða sem ætlað er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis sem felst meðal annars í bættri endurvinnslu úrgangs, að draga úr myndun hans og minnka stórlega urðun.

Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur en nýtist í staðinn sem hráefni í margvíslegum tilgangi.

Lögin, sem taka að mestu leyti gildi 1. janúar 2023, skylda heimili og fyrirtæki til flokkunar á heimilisúrgangi og sveitarfélögin til sérstakrar söfnunar á fleiri úrgangstegundum en verið hefur, svo sem lífrænum úrgangi, textíl og spilliefnum.

Útgáfa heildarstefnu í úrgangsmálum

Stuttu fyrir samþykkt frumvarpsins á Alþingi var heildarstefna Guðmundar Inga í úrgangsmálum gefin út, sem kallast Í átt að hringrásarhagkerfi. Stefnan styður við myndun hringrásarhagkerfis á Íslandi og er lykilaðgerð í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi.

Heildarstefnan skiptist í tvo meginhluta; stefnu um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun, og stefnu um meðhöndlun úrgangs. Stefnan um úrgangsforvarnir, sem kom út árið 2016 og gildir til 2027 miðar að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og verður það gert með aukinni nýtni, nægjusemi og minni sóun. Stefna um meðhöndlun úrgangs, er ný og kemur í stað Landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Hún gegnir mikilvægu hlutverki við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og hefur þrjú meginmarkmið; að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu og að úrgangur sé meðhöndlaður á þann hátt að hann skapi ekki hættu fyrir menn eða dýr eða valdi skaða í umhverfinu.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.