Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2021

Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda

Höfundur: smh

Lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvöru.

Helstu breytingarnar eru að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent, úr 97,84 krónum á lítrann í 101,53 krónum á lítrann.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 3,47 prósent, nema smjör sem hækkar um 8,47 prósent og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt.

Í tilkynningur úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. júní 2020. Frá síðustu verðbreytingu til marsmánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,77%. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,58%. 

Ákvörðun verðlagsnefndar um að halda heildsöluverði á undanrennu- og nýmjólkurdufti óbreyttu og að hækka smjör sérstaklega um 5%, er liður í því að ýta undir betra jafnvægi milli fituríkra og próteinríkra mjólkurvara á markaði og vegna þess að heildsöluverð á smjöri hefur verið undir framleiðslukostnaði um árabil,“ segir í tilkynningunni.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.