Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október 2020

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnun í hafi af þessu tagi leiðir til þess að sjór við hafsbotninn leitar upp og getur þannig haft áhrif á veðurfar jarðar.

Samkvæmt hitamælingum sem gerðar voru á ferns konar dýpi á bilinu 1.360 til 4.757 metra dýpi út af strönd Úrúgvæ á árunum 2009 til 2019 hefur hitastig hafsins á mæli­punktunum hækkað um 0,02 til 0,04° Celsíus.

Aðstandendur mælinganna segja að þrátt fyrir að hækkunin kunni að virðast lítil og minni en í efri lögum sjávar sé hún gríðarleg sé litið til þess hve hafið er stórt og að smálegar breytingar eins og þessar geti haft gríðarleg áhrif til lengri tíma.

Hafið tekur til sín um 90% af hækkun á hitastigi jarðar en þrátt fyrir að hafið tempri hitabreytingarnar valda þau útþenslu og aukinni hreyfingu sjávar. Auk þess sem hitabreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á veðurfar til langs tíma, hafa þær einnig áhrif á lífríkið á hafsbotni og í neðstu lögum sjávar.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...