Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Mynd / TB
Fréttir 9. apríl 2021

Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon taka tal saman í Kaupfélaginu

Fyrsta launaða sumarvinna leikarans Péturs Jóhanns Sigfússonar var sem léttapiltur á Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur. Áður hafði hann verið sendur í sveit þar sem móðir hans vildi ekki að hann mældi göturnar í borginni eins og hún orðaði það. Vinnuna í Bændahöllinni fékk Pétur Jóhann í gegnum sambönd en æskuvinur hans var Garðbæingurinn Guðmundur Steingrímsson.

„Steingrímur Hermannsson, pabbi hans, blessuð sé minning hans, hann reddaði þessari vinnu fyrir okkur báða. Hérna vorum við að pikkalóast eins og það var kallað. Þvílíkt ævintýri og nánast eins og að vera á skemmtiferðaskipi því þetta var algjör ævintýraheimur,“ segir Pétur Jóhann sem starfar nú sem móralskur leiðbeinandi hjá veitingafyrirtækinu Gleðipinnum, starf sem hann þróaði sjálfur í samvinnu við eigendur fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið þar sem kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr spjallar við Pétur Jóhann um heima og geima. Þeir ræða um sveitastörf að fornu og nýju, fyrirgreiðslupólitík af gamla skólanum, fyrrgreind pikkalóstörf Péturs Jóhanns á Hótel Sögu og um svæsin mígreniköst Jóns sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Að sjálfsögðu sitja þeir í hljóðstofu með Bændablaðið fyrir framan sig sem kveikir ótal hugmyndir og hugrenningatengsl hjá þessum gömlu vinum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hlöðunnar hér á bbl.is en einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.